Erlent

Egyptar vilja reisa nýja höfuðborg

Atli Ísleifsson skrifar
Frá egypsku höfuðborginni Kaíró.
Frá egypsku höfuðborginni Kaíró. Vísir/AFP
Ríkisstjórnin í Egyptalandi hyggst reisa nýja stórborg milli höfuðborgarinnar Kairó og Súez. Borgin á að verða stjórnsýsluleg höfuðborg og fjármálamiðstöð landsins.

Áætlanir ríkisstjórnarinnar voru kynntar á ráðstefnu fyrir fjárfesta í Sharm el-Sheikh við Rauðahaf í gær.

Ríkisstjórnin sér fyrir sér 700 ferkílómetra borg með allt að fimm milljónir íbúa í 25 borgarhlutum.

Húsnæðismálaráðherrann Mustafa Kamel Madbuli segir að Egypta meðvitna um að íbúafjöldi Kaíró muni tvöfaldast á næstu fjörutíu árum.

Um 20 milljónir manna búa nú í Kaíró og er gert ráð fyrir að fjöldinn verði 40 milljónir árið 2050.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×