Erlent

Tíu barnaníðingar handteknir í Danmörku

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Tíu voru handteknir í Danmörku í gær vegna gruns um þátttöku þeirra í barnaníðingshring sem sýnir beint út á netinu frá Filippseyjum. Mennirnir eru sagðir hafa pantað og greitt fyrir beint streymi sem sýnir börnin beitt kynferðislegri misnotkun.

Lögreglan í Danmörku greindi frá handtökunni í gær og sagði að netglæpadeild lögreglunnar hefði borist ábendingar um níðingana. Þeir hafi greitt fyrir efnið í gegnum ýmis greiðslukerfi og með millifærslu á netinu og þannig hafi lögregla fundið út hverjir væru á ferð.

Einn hinna handteknu, Dani, hefur áður verið sakfelldur fyrir að hafa greitt fyrir barnaníð á Filippseyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×