Erlent

Times er dagblað ársins í Bretlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Dagblaðið Times hefur verið valið dagblað ársins 2014 á Press Awards verðlaunahátíðinni í Bretlandi. Á hátíðinni var blaðinu hyllt fyrir umfjöllin þess um barnaníð í Rotherham í Bretlandi. Þar að auki fékk Times sjö önnur verðlaun.

„Rannsókn þeirra hafa breytt því hvernig hugsað er um þennan málaflokk,“ segir í umfjöllun dómnefndarinnar.

Daily Mirror og blaðamenn þess fengu sex verðlaun á hátíðinni og blaðamaður Guardian fékk verðlaun sem besti fjármálablaðamaðurinn.

Lista yfir sigurvegara má sjá hér á heimasíðu Press Awards.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×