Sara Björk: Þær eru allar eins og Guðný Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2015 22:15 Sara Björk Gunnarsdóttir. Mynd/Skjáskot úr viðtali KSÍ Sara Björk Gunnarsdóttir, var fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins sem náði jafntefli á móti Bandaríkjunum á Algarve-mótinu í gær. „Þetta var hörkuleikur með mikið af návígum og hlaupum en skrokkurinn er bara ágætur," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir í viðtali við Þorvald Ingimundarson, starfsmanns KSÍ. Sara Björk játaði því að leikurinn hafi verið þessi stríðsleikur sem þjálfari íslenska liðsins, Freyr Alexandersson, bjóst við og lagði upp með. „Þær spila harðan bolta og eru í mjög góðu líkamlegu standi en það erum við líka. Mér fannst við vinna þá keppni í þessum leik í gær," sagði Sara. Varnarleikur íslenska liðsins í leiknum var frábær og bandarísku stórstjörnurnar komust lítið áleiðis. „Við lögðum upp með það að skipta leiknum niður í nokkra hluta, spila bæði lápressu og hápressu og skipta síðan á milli eftir fimmtán mínútur. Það gekk rosalega vel að spila lápressuna, við vorum mjög skipulagðar og vorum ekki að gefa þeim nein færi," sagði Sara Björk. „Við töluðum um það eftir leikinn að það hafi verið rosalega þægilegt að spila lápressuna á móti þeim. Við vorum í réttum stöðum, það var minna um hlaup og við vorum alveg með leikinn," sagði Sara. Íslenska liðið er ekki búið að skora á mótinu en er það áhyggjuefni? „Við erum búnar að vera að vinna mikið með varnarleikinn og ég held að sóknarleikurinn muni bara koma. Það hefur gengið frábærlega með varnarleikinn og nú þurfum við aðeins að skerpa betur á sóknarleiknum," sagði Sara Björk. „Við þurfum að gera betur þegar við vinnum boltann og þurfum aðeins minna stress," segir Sara Björk en framundan er leikur á móti Japan um níunda sætið sem fer fram á morgun. „Þær eru allar eins og Guðný en rosalega teknískar og rosalega góðar í fótbolta. Ég hef séð þær spila en landsliðið hefur aldrei spilað við þær áður. Það er áhugavert og skemmtilegt verkefni að fá að mæta þeim," sagði Sara Björk. „Þetta eru heimsmeistararnir og svona leiki vill maður spila. Þetta mót hefur undanfarin ár verið frábær undirbúningur fyrir EM og HM. Það er frábært fyrir okkur að fá að koma á þetta mót og spila þessa stóru leiki," sagði Sara Björk en það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Stelpurnar okkar spila við heimsmeistarana í hádeginu á morgun Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta spilar lokaleik sinn á Algarve-mótinu á morgun þegar liðið mætir Japan í leiknum um níunda sætið. 10. mars 2015 18:19 Náðu ekki að skora hjá Guðbjörgu en komast samt í úrslitaleikinn Bandaríska landsliðið spilar til úrslita í Algarve-bikarnum þrátt fyrir að ná aðeins markalausu jafntefli á móti Íslandi í kvöld. 9. mars 2015 20:10 Íslensku stelpurnar náðu jafntefli á móti bandaríska landsliðinu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði markalaust jafntefli við Bandaríkin í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppni Algarve-bikarsins í Portúgal í kvöld. 9. mars 2015 19:26 Þjálfari Bandaríkjanna tók gagnrýni Freys eftir leik illa Freyr Alexandersson sagðist ekki skilja hvers vegna Bandaríkin spörkuðu bara langt fram. 10. mars 2015 12:00 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, var fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins sem náði jafntefli á móti Bandaríkjunum á Algarve-mótinu í gær. „Þetta var hörkuleikur með mikið af návígum og hlaupum en skrokkurinn er bara ágætur," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir í viðtali við Þorvald Ingimundarson, starfsmanns KSÍ. Sara Björk játaði því að leikurinn hafi verið þessi stríðsleikur sem þjálfari íslenska liðsins, Freyr Alexandersson, bjóst við og lagði upp með. „Þær spila harðan bolta og eru í mjög góðu líkamlegu standi en það erum við líka. Mér fannst við vinna þá keppni í þessum leik í gær," sagði Sara. Varnarleikur íslenska liðsins í leiknum var frábær og bandarísku stórstjörnurnar komust lítið áleiðis. „Við lögðum upp með það að skipta leiknum niður í nokkra hluta, spila bæði lápressu og hápressu og skipta síðan á milli eftir fimmtán mínútur. Það gekk rosalega vel að spila lápressuna, við vorum mjög skipulagðar og vorum ekki að gefa þeim nein færi," sagði Sara Björk. „Við töluðum um það eftir leikinn að það hafi verið rosalega þægilegt að spila lápressuna á móti þeim. Við vorum í réttum stöðum, það var minna um hlaup og við vorum alveg með leikinn," sagði Sara. Íslenska liðið er ekki búið að skora á mótinu en er það áhyggjuefni? „Við erum búnar að vera að vinna mikið með varnarleikinn og ég held að sóknarleikurinn muni bara koma. Það hefur gengið frábærlega með varnarleikinn og nú þurfum við aðeins að skerpa betur á sóknarleiknum," sagði Sara Björk. „Við þurfum að gera betur þegar við vinnum boltann og þurfum aðeins minna stress," segir Sara Björk en framundan er leikur á móti Japan um níunda sætið sem fer fram á morgun. „Þær eru allar eins og Guðný en rosalega teknískar og rosalega góðar í fótbolta. Ég hef séð þær spila en landsliðið hefur aldrei spilað við þær áður. Það er áhugavert og skemmtilegt verkefni að fá að mæta þeim," sagði Sara Björk. „Þetta eru heimsmeistararnir og svona leiki vill maður spila. Þetta mót hefur undanfarin ár verið frábær undirbúningur fyrir EM og HM. Það er frábært fyrir okkur að fá að koma á þetta mót og spila þessa stóru leiki," sagði Sara Björk en það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir neðan.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Stelpurnar okkar spila við heimsmeistarana í hádeginu á morgun Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta spilar lokaleik sinn á Algarve-mótinu á morgun þegar liðið mætir Japan í leiknum um níunda sætið. 10. mars 2015 18:19 Náðu ekki að skora hjá Guðbjörgu en komast samt í úrslitaleikinn Bandaríska landsliðið spilar til úrslita í Algarve-bikarnum þrátt fyrir að ná aðeins markalausu jafntefli á móti Íslandi í kvöld. 9. mars 2015 20:10 Íslensku stelpurnar náðu jafntefli á móti bandaríska landsliðinu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði markalaust jafntefli við Bandaríkin í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppni Algarve-bikarsins í Portúgal í kvöld. 9. mars 2015 19:26 Þjálfari Bandaríkjanna tók gagnrýni Freys eftir leik illa Freyr Alexandersson sagðist ekki skilja hvers vegna Bandaríkin spörkuðu bara langt fram. 10. mars 2015 12:00 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Sjá meira
Stelpurnar okkar spila við heimsmeistarana í hádeginu á morgun Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta spilar lokaleik sinn á Algarve-mótinu á morgun þegar liðið mætir Japan í leiknum um níunda sætið. 10. mars 2015 18:19
Náðu ekki að skora hjá Guðbjörgu en komast samt í úrslitaleikinn Bandaríska landsliðið spilar til úrslita í Algarve-bikarnum þrátt fyrir að ná aðeins markalausu jafntefli á móti Íslandi í kvöld. 9. mars 2015 20:10
Íslensku stelpurnar náðu jafntefli á móti bandaríska landsliðinu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði markalaust jafntefli við Bandaríkin í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppni Algarve-bikarsins í Portúgal í kvöld. 9. mars 2015 19:26
Þjálfari Bandaríkjanna tók gagnrýni Freys eftir leik illa Freyr Alexandersson sagðist ekki skilja hvers vegna Bandaríkin spörkuðu bara langt fram. 10. mars 2015 12:00