Sjá einnig: Einkunnir íslenska liðsins.
„Já, þetta var skemmtilegt og heppnaðist vel,“ sagði Eiður í samtali við RÚV eftir leikinn.
„Það var mikilvægt að halda hreinu og við héldum boltanum vel,“ sagði Eiður og bætti við að íslenska liðið hefði verið meðvitað um veikleika Kasakstan.
„Það var mikið svæði milli línanna sem við nýttum okkur vel. Við vissum líka að þeir eru gjarnir á að gera klaufaleg mistök,“ sagði Eiður en Andrei Sidelnikov, markvörður Kasakstan, gerði stóra skyssu í aðdraganda fyrsta marksins sem Eiður skoraði. Markið má sjá hér að neðan.
Bolton-maðurinn sagði að annað markið hefði komið á góðum tíma.
„Við þurftum að vera einbeittir en mér fannst þeir aldrei setja okkur undir pressu.
„Það var svo mjög gott að fá seinna markið svona fljótt eftir það fyrsta, það róaði okkur,“ sagði Eiður að lokum.