Kron gjaldþrota og ný kennitala stofnuð: Viðskiptahættir sem misbjóða siðferðisvitund ingvar haraldsson skrifar 25. mars 2015 12:47 Hjónin Magni Þorsteinsson og Hugrún Dögg Árnadóttir hafa rekið verslanir Kron sem nú er búið að lýsa gjaldþrota. Ný kennitala hefur verið stofnuð á sama nafni. vísir/anton Búið er að lýsa Kron ehf gjaldþrota en fyrirtækið hefur rekið tískuvöruverslanir undir sama nafni. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp gjaldþrotaúrskurðinn þann 18. mars síðastliðinn. Þetta staðfestir Börkur Hrafnsson skiptastjóri yfir búinu. Tollstjóri fór fram á gjaldþrotaskiptin vegna milljóna skuldar fyrirtækisins við Tollinn. Kron ehf var dæmt þann 29. janúar í Hæstarétti til að greiða spænskum skóframleiðendum 18 milljóna króna skuld auk dráttarvaxta og 1,5 milljóna málsvarnarlauna. Dómsmálið snérist m.a. um 400 skópör sem Kron pantaði frá Sapena Trading Company SL. Kron hélt fram að hluti sendingarinnar væri gölluð.Sjá einnig: Dómurinn yfir Kron staðfestur Dómsmálið snérist einnig um 8 milljón króna skuld Kron við Salvador Sapena SL. Samkvæmt dómnum áttu fyrirtækin í viðskiptum milli 2008 og 2011. Salvador Sapena segist hafa þann 10. nóvember 2011 sent Kron tölvupóst um að níu mánuðir væru liðnir frá því að framleiðandinn afhenti Kron þær vörur sem skuldin tengdist. Kron svaraði tölvupóstinum degi síðar þar sem fyrirtækið sagðist ætla að greiða skuldina en að það væri „einfaldlega ekki forgangsatriði.“ Ný kennitala stofnuð á sama nafni Tveim vikum eftir að dómurinn í Hæstarétti féll, þann 12. febrúar, var ný kennitala stofnuð undir nafninu Kron ehf. Magni Þorsteinsson, annar rekstaraðila Kron, er skráður eigandi félagsins. Nafni gamla félagsins, sem dæmt var til að greiða skuldina, var tveim dögum síðar breytt í Sapena ehf.Hugrún og Magni hafa borið því við að skópör sem þau fengu send frá Spáni hafi verið gölluð.vísir/báraHörður Helgi Helgason, lögmaður spænsku skóframleiðendanna, segir að siðferðisvitund umbjóðenda hans sé misboðið. „Þeir fara í viðskipti við þetta fólk hér heima vegna þessa að það orðspor hefur farið af íslenskum viðskiptamönnum og smásölum að þeir standi við gerða samninga og reyni ekki að víkja sér undan skuldbindingum sínum. En þegar þeir fá núna fréttir í þessari viku að Kron sem þeir eiga svona háar fjárhæðir inni hjá séu búnir að stofna nýtt fyrirtæki og ætli sér að reka það undir sama nafni á sama stað með sömu vöru, sömu starfsemi og sama starfsfólk þá misbýður það siðferðisvitund þeirra,“ segir Hörður.Svartsýnn á að nokkuð fáist greitt Af fenginni reynslu segist Hörður afar svartsýnn á að nokkuð fáist greitt upp í skuldina sem Kron var dæmt til að greiða. „Ég þykist vita það að þegar menn vinna við framleiðslu á varningi sem þessum sem hver króna skiptir máli, þá er það vissulega ávallt erfitt þegar jafn stór hluti af framleiðslunni fæst ekki greiddur,“ segir Hörður og bætir við: „Orðspor íslensk viðskiptalífs er í þeirra augum í hættu ef þessir viðskiptahættir geta fengið að viðgangast.“ Ekki hefur náðst í eigendur Kron þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Tengdar fréttir Eigendur Kron ósáttir: „Myndir þú kaupa þessa skó með 20 prósenta afslætti?“ Ætla að vera með 400 gölluð skópör til sýnis í verslun sinni. 2. febrúar 2015 20:26 Dómurinn yfir Kron staðfestur Tískuvöruversluninni Kron gert að greiða 18 milljónir. 30. janúar 2015 10:40 Segja KronKron ekki greiða samkvæmt launataxta Sunna var ekki ánægð með að fá greidd tíkalli meira en dagvinnulaun hjá versluninni KronKron á helgarvakt. Fleiri starfsmenn hafa svipaða sögu að segja. 13. mars 2014 16:47 „Kron by Kronkron féll vel í kramið hjá stjörnunum“ Magni Þorsteinsson og Hugrún Árnadóttir hjá Kron by Kronkron eru á leiðinni á Golden Globe-hátíðina í janúar að kynna merkið fyrir stjörnunum í Hollywood. 8. desember 2014 10:02 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Búið er að lýsa Kron ehf gjaldþrota en fyrirtækið hefur rekið tískuvöruverslanir undir sama nafni. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp gjaldþrotaúrskurðinn þann 18. mars síðastliðinn. Þetta staðfestir Börkur Hrafnsson skiptastjóri yfir búinu. Tollstjóri fór fram á gjaldþrotaskiptin vegna milljóna skuldar fyrirtækisins við Tollinn. Kron ehf var dæmt þann 29. janúar í Hæstarétti til að greiða spænskum skóframleiðendum 18 milljóna króna skuld auk dráttarvaxta og 1,5 milljóna málsvarnarlauna. Dómsmálið snérist m.a. um 400 skópör sem Kron pantaði frá Sapena Trading Company SL. Kron hélt fram að hluti sendingarinnar væri gölluð.Sjá einnig: Dómurinn yfir Kron staðfestur Dómsmálið snérist einnig um 8 milljón króna skuld Kron við Salvador Sapena SL. Samkvæmt dómnum áttu fyrirtækin í viðskiptum milli 2008 og 2011. Salvador Sapena segist hafa þann 10. nóvember 2011 sent Kron tölvupóst um að níu mánuðir væru liðnir frá því að framleiðandinn afhenti Kron þær vörur sem skuldin tengdist. Kron svaraði tölvupóstinum degi síðar þar sem fyrirtækið sagðist ætla að greiða skuldina en að það væri „einfaldlega ekki forgangsatriði.“ Ný kennitala stofnuð á sama nafni Tveim vikum eftir að dómurinn í Hæstarétti féll, þann 12. febrúar, var ný kennitala stofnuð undir nafninu Kron ehf. Magni Þorsteinsson, annar rekstaraðila Kron, er skráður eigandi félagsins. Nafni gamla félagsins, sem dæmt var til að greiða skuldina, var tveim dögum síðar breytt í Sapena ehf.Hugrún og Magni hafa borið því við að skópör sem þau fengu send frá Spáni hafi verið gölluð.vísir/báraHörður Helgi Helgason, lögmaður spænsku skóframleiðendanna, segir að siðferðisvitund umbjóðenda hans sé misboðið. „Þeir fara í viðskipti við þetta fólk hér heima vegna þessa að það orðspor hefur farið af íslenskum viðskiptamönnum og smásölum að þeir standi við gerða samninga og reyni ekki að víkja sér undan skuldbindingum sínum. En þegar þeir fá núna fréttir í þessari viku að Kron sem þeir eiga svona háar fjárhæðir inni hjá séu búnir að stofna nýtt fyrirtæki og ætli sér að reka það undir sama nafni á sama stað með sömu vöru, sömu starfsemi og sama starfsfólk þá misbýður það siðferðisvitund þeirra,“ segir Hörður.Svartsýnn á að nokkuð fáist greitt Af fenginni reynslu segist Hörður afar svartsýnn á að nokkuð fáist greitt upp í skuldina sem Kron var dæmt til að greiða. „Ég þykist vita það að þegar menn vinna við framleiðslu á varningi sem þessum sem hver króna skiptir máli, þá er það vissulega ávallt erfitt þegar jafn stór hluti af framleiðslunni fæst ekki greiddur,“ segir Hörður og bætir við: „Orðspor íslensk viðskiptalífs er í þeirra augum í hættu ef þessir viðskiptahættir geta fengið að viðgangast.“ Ekki hefur náðst í eigendur Kron þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Tengdar fréttir Eigendur Kron ósáttir: „Myndir þú kaupa þessa skó með 20 prósenta afslætti?“ Ætla að vera með 400 gölluð skópör til sýnis í verslun sinni. 2. febrúar 2015 20:26 Dómurinn yfir Kron staðfestur Tískuvöruversluninni Kron gert að greiða 18 milljónir. 30. janúar 2015 10:40 Segja KronKron ekki greiða samkvæmt launataxta Sunna var ekki ánægð með að fá greidd tíkalli meira en dagvinnulaun hjá versluninni KronKron á helgarvakt. Fleiri starfsmenn hafa svipaða sögu að segja. 13. mars 2014 16:47 „Kron by Kronkron féll vel í kramið hjá stjörnunum“ Magni Þorsteinsson og Hugrún Árnadóttir hjá Kron by Kronkron eru á leiðinni á Golden Globe-hátíðina í janúar að kynna merkið fyrir stjörnunum í Hollywood. 8. desember 2014 10:02 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Eigendur Kron ósáttir: „Myndir þú kaupa þessa skó með 20 prósenta afslætti?“ Ætla að vera með 400 gölluð skópör til sýnis í verslun sinni. 2. febrúar 2015 20:26
Dómurinn yfir Kron staðfestur Tískuvöruversluninni Kron gert að greiða 18 milljónir. 30. janúar 2015 10:40
Segja KronKron ekki greiða samkvæmt launataxta Sunna var ekki ánægð með að fá greidd tíkalli meira en dagvinnulaun hjá versluninni KronKron á helgarvakt. Fleiri starfsmenn hafa svipaða sögu að segja. 13. mars 2014 16:47
„Kron by Kronkron féll vel í kramið hjá stjörnunum“ Magni Þorsteinsson og Hugrún Árnadóttir hjá Kron by Kronkron eru á leiðinni á Golden Globe-hátíðina í janúar að kynna merkið fyrir stjörnunum í Hollywood. 8. desember 2014 10:02