Segist tilbúinn til að axla ábyrgð Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. mars 2015 10:47 Helgi Hrafn Gunnarsson hefur vakið athygli vegna starfa sinna fyrir Pírata. vísir/pjetur Fjórar skoðanakannanir sem gerðar hafa verið upp á síðkastið sýna verulega fylgisaukningu við Pírata. Það eru könnun Capacent Gallup, könnun MMR og tvær kannanir Fréttablaðsins. Í nýjustu könnuninni, sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi í dag, mælast þeir stærsti flokkurinn með tölfræðilega marktækum mun. „Við þurfum að spyrja okkur að því hvernig eigi að mynda ríkisstjórnir,“ segir Helgi Hrafn spurður að því hvort hann sé tilbúinn að axla ábyrgð sem slíkt fylgi Píratanna gæti leitt af sér. Til dæmis með því að hann gerðist ráðherra eftir kosningar. „Mér finnst ekki eðlilegt að það séu tveir, hugsanlega þrír, stjórnmálaflokkar, sem ná að verja ríkisstjórn falli, sem eiga að ákveða það hvernig ríkisstjórn er mynduð,“ segir Helgi jafnframt. Hann vill aðgreina löggjafarvaldið og framkvæmdarvaldið betur. „Og gera ferlið við val á ríkisstjórn almennt lýðræðislegra þannig að þetta sé ekki þannig að efstu þingmenn fái framkvæmdarvaldið í hendurnar meðfram löggjafarvaldinu,“ segir Helgi Hrafn. Hann segist vilja setja þá reglu að ráðherrar séu ekki þingmenn á sama tíma. „En að því sögðu þá axla ég þá ábyrgð sem mér er veitt. En ég hef engan áhuga á henni fyrr en þessar spurningar eru komnar með viðeigandi svör,“ segir hann.Helgi Hrafn segir að niðurstöður skoðanakannana komi sér mikið á óvart. Undir það tekur hinn sænski Rickard Falkvinge. Hann er stofnandi hinnar alþjóðlegu Píratahreyfingar. Falkvinge segir að þegar Píratar fengu kjörna menn á Alþingi 2013 hefði hann búist við að hreyfingin hér á landi myndi stækka. „En að vera með flokk tíu árum eftir stofnun sem nýtur fylgis sem gæti fært honum forsætisráðuneytið, það er mun örari þróun en ég átti von á,“ segir Falkvinge. Hann vísar þó í orð Helga Hrafns og fleiri og bendir á að menn skyldu taka stuðningnum af auðmýkt. „Það er mjög auðvelt að falla í þá gryfju að taka stuðningnum sem gefnum. Og þá ertu kominn í sömu stöðu og fjórflokkurinn á Íslandi er í,“ segir hann. Falkvinge bendir á að kjörtímabilið sé hálfnað. Hvort svona skoðanakönnun leiði til sömu niðurstaðna í kosningum eftir tvö ár sé stór spurning. „Við höfum séð það bregðast í nokkrum löndum og því ítreka ég að það er mikilvægt að vera auðmjúkur gagnvart þessum niðurstöðum,“ segir Falkvinge. Alþingi Tengdar fréttir Píratar með yfirburði á meðal yngri kjósenda í nýrri könnun Tæplega 38 prósent kjósenda undir fimmtugu myndu kjósa Pírata í alþingiskosningum. Píratar standa best að vígi gagnvart yngri kjósendum. Sjálfstæðisflokkurinn er með mest fylgi hjá eldri kjósendum. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn næðu ekki m 21. mars 2015 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Fjórar skoðanakannanir sem gerðar hafa verið upp á síðkastið sýna verulega fylgisaukningu við Pírata. Það eru könnun Capacent Gallup, könnun MMR og tvær kannanir Fréttablaðsins. Í nýjustu könnuninni, sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi í dag, mælast þeir stærsti flokkurinn með tölfræðilega marktækum mun. „Við þurfum að spyrja okkur að því hvernig eigi að mynda ríkisstjórnir,“ segir Helgi Hrafn spurður að því hvort hann sé tilbúinn að axla ábyrgð sem slíkt fylgi Píratanna gæti leitt af sér. Til dæmis með því að hann gerðist ráðherra eftir kosningar. „Mér finnst ekki eðlilegt að það séu tveir, hugsanlega þrír, stjórnmálaflokkar, sem ná að verja ríkisstjórn falli, sem eiga að ákveða það hvernig ríkisstjórn er mynduð,“ segir Helgi jafnframt. Hann vill aðgreina löggjafarvaldið og framkvæmdarvaldið betur. „Og gera ferlið við val á ríkisstjórn almennt lýðræðislegra þannig að þetta sé ekki þannig að efstu þingmenn fái framkvæmdarvaldið í hendurnar meðfram löggjafarvaldinu,“ segir Helgi Hrafn. Hann segist vilja setja þá reglu að ráðherrar séu ekki þingmenn á sama tíma. „En að því sögðu þá axla ég þá ábyrgð sem mér er veitt. En ég hef engan áhuga á henni fyrr en þessar spurningar eru komnar með viðeigandi svör,“ segir hann.Helgi Hrafn segir að niðurstöður skoðanakannana komi sér mikið á óvart. Undir það tekur hinn sænski Rickard Falkvinge. Hann er stofnandi hinnar alþjóðlegu Píratahreyfingar. Falkvinge segir að þegar Píratar fengu kjörna menn á Alþingi 2013 hefði hann búist við að hreyfingin hér á landi myndi stækka. „En að vera með flokk tíu árum eftir stofnun sem nýtur fylgis sem gæti fært honum forsætisráðuneytið, það er mun örari þróun en ég átti von á,“ segir Falkvinge. Hann vísar þó í orð Helga Hrafns og fleiri og bendir á að menn skyldu taka stuðningnum af auðmýkt. „Það er mjög auðvelt að falla í þá gryfju að taka stuðningnum sem gefnum. Og þá ertu kominn í sömu stöðu og fjórflokkurinn á Íslandi er í,“ segir hann. Falkvinge bendir á að kjörtímabilið sé hálfnað. Hvort svona skoðanakönnun leiði til sömu niðurstaðna í kosningum eftir tvö ár sé stór spurning. „Við höfum séð það bregðast í nokkrum löndum og því ítreka ég að það er mikilvægt að vera auðmjúkur gagnvart þessum niðurstöðum,“ segir Falkvinge.
Alþingi Tengdar fréttir Píratar með yfirburði á meðal yngri kjósenda í nýrri könnun Tæplega 38 prósent kjósenda undir fimmtugu myndu kjósa Pírata í alþingiskosningum. Píratar standa best að vígi gagnvart yngri kjósendum. Sjálfstæðisflokkurinn er með mest fylgi hjá eldri kjósendum. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn næðu ekki m 21. mars 2015 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Píratar með yfirburði á meðal yngri kjósenda í nýrri könnun Tæplega 38 prósent kjósenda undir fimmtugu myndu kjósa Pírata í alþingiskosningum. Píratar standa best að vígi gagnvart yngri kjósendum. Sjálfstæðisflokkurinn er með mest fylgi hjá eldri kjósendum. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn næðu ekki m 21. mars 2015 07:00