Erlent

Um 300 Kúrdum rænt af liðsmönnum Al Qaeda

Atli Ísleifsson skrifar
Að sögn talsmannsins var mönnunum rænt í þorpinu Tuqad, um tuttugu kílómetrum vestur af Aleppo. Fréttin tengist myndinni ekki beint.
Að sögn talsmannsins var mönnunum rænt í þorpinu Tuqad, um tuttugu kílómetrum vestur af Aleppo. Fréttin tengist myndinni ekki beint. Vísir/AFP
Liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Nusra-fylkingarinnar hafa rænt um þrjú hundruð Kúrdum í norðurhluta Sýrlands.

Í frétt Reuters kemur fram að talsmaður Kúrda segir mönnunum hafa verið rænt á sunnudagskvöldið þegar þeir hafi verið á leið frá bænum Afrin, sem Kúrdar ráða yfir, til Aleppo eða sýrlensku höfuðborgarinnar Damaskus.

„Þeir létu konur og börn vera en rændu um 300 karlmönnum og ungmennum,“ segir talsmaðurinn Idris Nassan.

Að sögn talsmannsins var mönnunum rænt í þorpinu Tuqad, um tuttugu kílómetrum vestur af Aleppo.

Nusra-fylkingin heyrir undir Al Qaeda samtökin.

Uppfært 20:00: Í frétt SVT segir að síðdegis í dag hafi gíslunum verið sleppt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×