Muhammadu Buhari hefur verið lýstur réttkjörinn forseti Nígeríu. Buhari hafði betur gegn sitjandi forseta landsins, Goodluck Jonathan, með 15.5 milljónum atkvæða gegn 13.3 milljónum.
Niðurstaðan markar tímamót í sögu Nígeríu enda hefur stjórnarandstaðan aldrei haft fulltrúar í forsetahöllinni.
Buhari fagnaði niðurstöðunni með stuðningsmönnumsínum í nótt.
Hann sagði Nígeríubúa hafa sýnt heiminum það að lýðræði væri sannarlega til staðar í landinu. Kosningaeftirlitsmenn hafa flestir lýst ánægju með kosningarnar, engu að síður hafa borist nokkrar tilkynningar um svik.
Muhammadu Buhari réttkjörinn forseti Nígeríu
Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
