Erlent

Ánamöðkum rignir yfir suðurhluta Noregs

Atli Ísleifsson skrifar
Haraldsen leggur áherslu á að "fljúgandi“ ánamaðkar tíðkist einna helst að loknum mildum vetrum. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Haraldsen leggur áherslu á að "fljúgandi“ ánamaðkar tíðkist einna helst að loknum mildum vetrum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Mikill fjöldi tilkynninga hefur borist síðustu daga um að ánamöðkum rigni yfir suðurhluta Noregs. Sérfræðingar reyna nú að greina hvað þeir hafi borist langt áður en þeir hafa fallið til jarðar með rigningunni.

Í frétt norska ríkisútvarpsins er rætt við líffræðinginn Karstein Erstad sem segist nýlega hafa verið á ferð nærri Bergen og orðið afar undrandi þegar hann hafi séð mikinn fjölda ánamaðka á víð og dreif ofan á snjólaginu á svæðinu.

Eftir að norskir fjölmiðlar sögðu frá málinu hafa fjöldi tilkynninga borist yfirvöldum.

„Við höfum fengið tilkynningar um sambærileg atvik, meðal annars í Lindås, Suldal og Femunden. Síðastnefndi staðurinn er í 700 metra hæð yfir sjávarmáli. Maður sem býr í húsi með torfþaki í Nordvestlandet greindi frá því að ánamaðkar lágu dreifðir á þakinu,“ segir líffræðingurinn Trond Haraldsen.

Haraldsen leggur áherslu á að „fljúgandi“ ánamaðkar tíðkist einna helst að loknum mildum vetrum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×