Erlent

Skotinn til bana í beinni útsendingu - Myndband

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Houston í Texasþ
Frá Houston í Texasþ Vísir/AP
Frank Shepard var skotinn til bana af lögreglu í Houston í Texas í gær eftir tuttugu mínútna eftirför lögreglu. Atvikið var sýnt í beinni útsendingu í sjónvarpi þar ytra.

Eftirförin hófst þegar lögregluþjónar reyndu að stöðva för Shepard. Þeir sögðu aksturslag hans einkennilegt, en hann stöðvaði ekki. Eftir um tuttugu mínútna eftirför keyrði hann á tvo aðra bíla og stöðvaði.

Meðal þeirra sem horfðu á beinu útsendinguna var móðir Shepard. Hann hafði hringt í hana skömmu áður og samkvæmt Sky News kvaddi Shepard hana í símanum. „Bæ. Ég elska þig.“ Hún sagði honum að stöðva bílinn.

Lögregluþjónar sögðu Shepard að setja hendur á loft og nálguðust hann. Þegar hann teygði sig í aftursætið, óttuðust þeir að hann væri að teygja sig í byssu og skutu þeir hann til bana.

Á vef Houston Chronicle segir að Shepard hafi hringt í Neyðarlínuna á meðan á eftirförinni stóð. Þá sagðist hann vera með barn í bílnum og hótaði að meiða barnið ef lögreglan hætti ekki að elta hann. Lögreglan fann hvorki barn né vopn í bílnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×