Erlent

Fyrrum forsætisráðherra Tékklands látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Stanislav Gross (til hægri) með Vaclav Klaus Tékklandsforseta árið 2005.
Stanislav Gross (til hægri) með Vaclav Klaus Tékklandsforseta árið 2005. Vísir/AFP
Stanislav Gross, sem varð yngsti forsætisráðherra í sögu Tékklands árið 2004, er látinn. Hann varð 45 ára gamall, en tékkneskir fjölmiðlar greina frá því að hann hafi kljáðst við veikindi að undanförnu.

Gross var einungis 34 ára gamall þegar hann tók við embætti forsætisráðherra landsins árið 2004 en neyddist til að segja af sér níu mánuðum síðar vegna umræðu sem varðaði fjármögnun lúxusíbúðar hans.

Gross hafnaði öllum ásökunum en lét einnig af formennsku í Jafnaðarmannaflokknum og hóf þá störf á lögmannsskrifstofu.

Gross létur eftir sig eiginkonu og tvær dætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×