Erlent

Danadrotting leiðrétti fréttamann sem þúaði hana

Atli Ísleifsson skrifar
Margrét Þórhildur heldur upp á 75 ára afmæli sitt á morgun.
Margrét Þórhildur heldur upp á 75 ára afmæli sitt á morgun. Vísir/AFP
Margrét Þórhildur Danadrottning leiðrétti danskan fréttamann á fréttamannafundi í Friðriksborgarkastala á mánudag þegar hann þúaði hana í miðri spurningu.

Fundurinn var haldinn í tilefni af fyrirhugaðra hátíðarhalda vegna 75 ára afmælis Margrétar á morgun. Þegar fréttamaðurinn var búinn að segja „þú“ við drottninguna baðst hún afsökunar á að trufla en að ekki væri rétt að þúa drottningu.

„Afsakaðu, ég vil ekki vera tepra, en ég held að við höfum ekki verið saman í skóla. Ég held að við þúum ekki hvort annað,“ sagði drottningin brosandi.

Að lokinni ræðu drottningar kláraði fréttamaðurinn spurninguna sem Margrét svaraði svo í kjölfarið.

Sjá má myndband af atvikinu í frétt danska ríkisútvarpsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×