Erlent

Sprengjuárás við ráðuneyti í Sómalíu

Atli Ísleifsson skrifar
Lögreglumaður segir í samtali við Reuters að bílsprengja hafi sprungið fyrir utan bygginguna.
Lögreglumaður segir í samtali við Reuters að bílsprengja hafi sprungið fyrir utan bygginguna. Vísir/AFP
Að minnsta kosti sautján eru látnir eftir sprengjuárás við byggingu menntamálaráðuneytisins í sómölsku höfuðborginni Mogadishu í morgun.

Lögreglumaður segir í samtali við Reuters að bílsprengja hafi sprungið fyrir utan bygginguna og vopnaðir menn hafi svo ráðist inn í bygginguna.

Hryðjuverkasamtökin al-Shabab hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni, en liðsmenn þeirra stóðu fyrir árás á háskóla í Keníu fyrr í mánuðinum þar sem um 150 manns létust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×