Erlent

París vill halda Ólympíuleika 2024

Atli Ísleifsson skrifar
Ólympíuleikar fóru fram í París árið 1900 og 1924.
Ólympíuleikar fóru fram í París árið 1900 og 1924. Vísir/Getty
Líkur á að Parísarborg sæki formlega um að fá að halda Sumarólympíuleikana 2024 jukust til muna í morgun eftir að borgarstjórn Parísar greiddi atkvæði með því að slík umsókn yrði lögð fyrir Alþjóðaólympíunefndina.

Francois Hollande Frakklandsforseti hefur áður sagst styðja umsóknina, en málið er nú í höndum Ólympíunefndar landsins. Búist er við að endanleg niðurstaða liggi fyrir í júní næstkomandi.

Sumarólympíuleikarnir verða næst haldnir í Rio de Janeiro í Brasilíu á næsta ári og japönsku höfuðborginni Tokyo árið 2020.

Ólympíuleikar fóru fram í París árið 1900 og 1924.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×