Erlent

Tveggja ára drengur féll í búr blettatígra

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Blettatígur er hraðskreiðasta dýrið á landi.
Blettatígur er hraðskreiðasta dýrið á landi. Mynd/GettyImages
Tveggja ára drengur féll í búr blettatígra í dýragarði í Cleveland síðdegis í gær. Yfirvöld í garðinum meta nú hvort tilefni sé til að þrýsta á að foreldrar drengsins verði kærðir fyrir að koma barninu í þessar háskaaðstæður en Dr. Christopher Kuhar, framkvæmdastjóri garðsins, segir vitni hafa borið fyrir um að drengnum hafi verið danglað yfir handrið búrsins.

Foreldrar barnsins fóru sjálfir niður í búrið eftir að drengurinn féll honum til bjargar. Hann slasaðist á fótum við fallið sem var rétt rúmlega þrír metrar. Blettatígrarnir ógnuðu hvorki foreldrunum né barninu og var barnið úr hættu þegar slökkvilið mætti á staðinn. Drengurinn var samstundis fluttur á sjúkrahús til skoðunar en nýjustu fregnir herma að líðan hans sé góð.

Blettatígrarnir eru í sýningarrými sem er utandyra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×