Erlent

Indverjar æfir vegna ákvörðunar Pakistana um að sleppa meintum fjöldamorðingja

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Zakiur Rehman Lakhvi var sleppt úr haldi í dag.
Zakiur Rehman Lakhvi var sleppt úr haldi í dag. vísir/getty
Stjórnvöld á Indlandi hafa mótmælt ákvörðun Pakistan um að láta Zakiur Rehman Lakhvi úr haldi gegn tryggingu. Lakhvi var einn af skipuleggjendum árásar í Mumbai árið 2008 en 166 mann týndu lífi í henni.

Sendiherra Indlands í Islamabad átti fund með utanríkisráðherra Pakistan vegna málsins til að lýsa yfir áhyggjum lands síns með ákvörðunina. Bandaríkjamenn og Frakkar hafa einnig látið í ljós vanþóknun sína.

Sjö ár eru frá því að árásin var gerð og ætluðu ríkin að rannsaka hana í sameiningu en Pakistanar hafa sakað Indverja um seinagang. Saga Indverja og Pakistana hefur í gegnum tíðina verið lituð af átökum og er talið að þetta atvik geti orðið til þess að skvetta olíu á eldinn.

Í nóvember 2008 réðst hópur vopnaðra manna á fjölda staða í Mumbai, þar á meðal tvö lúxushótel. Hópi sem kallast Lashkar e-Taiba var kennt um árásina en Lakhvi fer fyrir hópnum. Fregnir herma að þrátt fyrir fangelsisvist hans hafi hann getað verið í fullu sambandi við meðlimi hópsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×