Erlent

Lest rakst á höfuð manns

Anna Guðjónsdóttir skrifar
Maðurinn beygði sig niður um leið og lestin kom.
Maðurinn beygði sig niður um leið og lestin kom. Vísir/Epa
Ungur karlmaður í London var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús eftir að neðanjarðarlest rakst á höfuð hans. Maðurinn er sagður hafa verið að beygja sig niður til að ná í bakpoka sinn eða kveikjara, þegar lest kom.

Ekki er vitað um líðan mannsins, en staðfest var að maðurinn var á lífi þegar hann var fluttur á sjúkrahús. Vitni hafa komið fram og sagt að hann hafi verið mikið slasaður. „Hann beygði sig niður þegar hann missti kveikjara sinn um leið kom lestin kom og lenti á höfðinu hans. Ég gat ekki horft á hann, ég varð að fara strax. Stúlka við hliðina á mér grét,“ segir eitt vitni sem telur að annað hvort hafi maðurinn ekki séð lestina eða ekki heyrt í henni.

Mikil ringulreið varð á lestarstöðinni og fjöldi sjúkra- og lögreglubíla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×