Erlent

Tugir fórust í aurskriðum í Afganistan

Atli Ísleifsson skrifar
Aurskriður eru algengar í fjallahéruðum Afganistans. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Aurskriður eru algengar í fjallahéruðum Afganistans. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AFP
Talsmaður afganskra yfirvalda segir að 52 hið minnsta hafi látist þegar stór aurskriða féll á afskekkt þorp í norðausturhluta landsins.

AP greinir frá því að aurskriðan hafi fallið í Khawhan-héraði, nærri landamærunum að Tadsjikistan.

Shah Waliullah Adeeb segir einu leiðina til að komast á hamfarasvæðið sé með þyrlu enda vegir ófærir vegna mikillar snjókomu síðustu mánaða.

Aurskriður eru algengar á þessum tíma árs í Afganistan þegar snjó tekur að leysa.

Að minnsta kosti 350 fórust þegar aurskriða féll í sama héraði í maí á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×