Erlent

Merkel vill breyta reglum um hælisleitendur í Evrópu

Atli Ísleifsson skrifar
Merkel segir að stærð og efnahagur ESB-ríkja ætti að ráða mestu hvernig þunganum væri skipt á milli þeirra.
Merkel segir að stærð og efnahagur ESB-ríkja ætti að ráða mestu hvernig þunganum væri skipt á milli þeirra. Vísir/AFP
Angela Merkel Þýskalandskanslari vill að samdar verði nýjar reglur um hælisleitendur sem kæmu í stað hinnar umdeildu Dyflinnarreglugerðar. „Evrópa þarf á nýju kerfi að halda fyrir hælisleitendur þar sem núgildandi reglur virka ekki lengur.“

Rúmlega 35 þúsund manns hafa reynt að komast til Evrópu um Miðjarðarhaf á illa búnum og ofhlöðnum bátum það sem af er ári. Talið er að rúmlega 1.700 þeirra hafi látist á leiðinni. Mannréttindasamtök hafa mörg gagnrýnt Evrópusambandið fyrir að gera ekki nóg í málefnum flóttafólks.

Merkel sagði á fundi í Bremerhaven fyrr í dag að hún vildi að nýtt kerfi kæmi í stað Dyflinnarsamkomulagsins sem tók gildi árið 2003.

Reglugerðin kveður á um að hælisumsókn skuli tekin fyrir í því landi þar sem hælisleitandinn kemur fyrst. Auk aðildarríkja ESB eru aðildarríki EFTA aðilar að samkomulaginu, þar á meðal Ísland.

Merkel sagði stærð og efnahagur ESB-ríkja ætti að ráða mestu hvernig þunganum væri skipt á milli þeirra. Tillögur sem þessar hafa áður komið fram og yfirleitt mætt mikilli andstöðu meðal annara aðildarríkja.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×