Erlent

Búlgarar ætla að byggja gasleiðslu til að minnka þörf á rússneskri orku

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Evrópusambandið hefur höfðað mál gegn rússneska orkufyrirtækinu Gazprom fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína.
Evrópusambandið hefur höfðað mál gegn rússneska orkufyrirtækinu Gazprom fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína. Vísir/AFP
Búlgörsk stjórnvöld ætla sér að byggja 220 milljóna evru gasleiðslu til Rúmeníu og Grikklands til að draga úr þörf sinni á að kaupa gas frá Rússlandi. Leiðslan kostar að jafnvirði 32 milljarða íslenskra króna. Wall Street Journal fjallar um málið.

Búlgarar kaupa um 95 prósent af gasi sem notað er í landinu frá Rússlandi. Þar ræður orkurisinn Gazprom ríkjum, sem er í meirihluta eigu rússneska ríkisins.

Greint er frá þessu í beinu framhaldi af því að Evrópusambandið tilkynnir um málshöfðun á hendur rússneska fyrirtækinu Gazprom. Sambandið hefur höfðað mál á hendur fyrirtækinu fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína. Stjórnendur Gazprom neita sök.

Evrópusambandið hóf rannsókn sína á Gazprom fyrir þremur árum síðan en stjórnvöld í Moskvu hafa sagt rannsóknina pólitíska.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×