Erlent

Fyrrverandi feitasti maður heims bundinn hjólastól vegna húðfellinga

Stefán Árni Pálsson skrifar
Húðin vegur 45 kíló en Mason var einu sinni feitasti maður heims.
Húðin vegur 45 kíló en Mason var einu sinni feitasti maður heims. Vísir
Englendingurinn Paul Mason var einu sinni tæplega 450 kíló. Nú hefur hann losað sig við 300 kíló eftir að hafa gengist undir hjáveituaðgerð fyrir fimm árum. Hann bíður þess að fara í aðgerð þar sem aukahúð verður fjarlægð af líkama hans.

Húðin vegur 45 kíló en Mason var einu sinni feitasti maður heims.

„Þetta er eins og að vera með nokkur börn hangandi utan á sér,“ segir Mason um skinnið sem fjarlægja þarf. Hann er 54 ára og er núna búsettur í Bandaríkjunum. Mason er núna að undirbúa sig fyrir fyrstu aðgerðina af mörgum í New York.

„Ég lá upp í rúmi allan sólahringinn og hugsaði bara um að borða. Þegar ég hugsa til baka þá geri ég mér grein fyrir því að þetta er ekki ég. Ég vil ekki verða þessa manneskja aftur.“

Fjallað var um Mason í heimsþekkta rímaritinu New York Times á sínum tíma. Eftir þá umfjöllun hringdi móðir lýtalæknisins Jennifer Capla í hana og sagði við hana: „Þú verður að hjálpa þessum manni.“

Hún hafði upp á Mason, sem þá var búsettur í Ipswich á Englandi. Capla bauðst til þess að framkvæma aðgerðina á honum frítt en hún er sérfræðingur í aðgerðum af þessum toga.

„Ég man þegar ég sá myndband af honum, bundinn hjólastól og gat ekki gengið. Mér fannst þetta mjög sorglegt. Þarna var maður sem hafði misst öll þessi kíló, en gat ekki enn gert mjög venjulega hluti útaf þessari aukahúð hangandi utan á honum.“

Kostnaðurinn sem fylgir aðgerðinni er samt sem áður töluverður fyrir Paul Mason og þarf hann að borga fyrir sjúkrahúsvistina. Hann hefur náð að safna saman hluta af fjármagninu en sú barátta heldur áfram.

Hér að neðan má sjá umfjallanir um Paul Mason og meðal annars sjónvarpsþátt þar sem honum er fylgt í hjáveituaðgerðina. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×