Erlent

Fjórir starfsmenn UNICEF létust

Anna Guðjónsdóttir skrifar
Sigríður segir svona árásir hafa því miður átt sér stað reglulega í sögu UNICEF.
Sigríður segir svona árásir hafa því miður átt sér stað reglulega í sögu UNICEF. Vísir/Epa
Sigríður Víðis og Stefán Ingi stafa bæði á vegum UNICEF.
Að minnsta kosti fjórir starfsmenn UNICEF létust og fjórir slösuðust alvarlega þegar sprengja sprakk nálægt bíl þeirra síðastliðin mánudag. Dæmi eru um að íslenskir starfmenn UNICEF hafi starfað á svipuðum slóðum.

Fólkið var að ferðast frá skrifstofu sinni í borginni Garowe í Sómalíu. „Árásin í Sómalíu er ekki aðeins árás á UNICEF heldur einnig á börn í Sómalíu og um allan heim sem njóta góðs af þeirri baráttu sem UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, stendur fyrir,“ segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, kynningarstjóri og fjölmiðlafulltrúi UNICEF á Íslandi.



Samkvæmt heimildum
AP hefur al-Shabab, öfgahópur múslima sem tengdir hafa verið við Al Qaeda, lýst árásinni á hendur sér. Samtökin gerðu tvær árásir í síðustu viku í höfuðborg Sómalíu, Mogadishu. Samtökin stóðu einnig á bak við árásina á háskóla í borginni Garissa í norðurhluta Kenía, þar sem fjórir meðlimir al-Shabab myrtu nærri 150 manns.

Íslendingar á svipuðum slóðum.

„Svona árásir hafa því miður átt sér stað reglulega í sögu UNICEF. Starfsfólki hefur líka verið rænt og sem dæmi hafa sjálfboðaliðar sem unnið hafa í samstarfi við UNICEF að því að bólusetja börn gegn mænusótt verið skotmörk,“ segir Sigríður.

Sigríður segir að árásin í Sómalíu muni ekki breyta afstöðu UNICEF. „Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna fæðast öll börn með ófrávíkjanleg réttindi. Hins vegar fá ekki öll börn notið þeirra og þessu viljum við breyta.“

„Hugur okkar er núna hjá fjölskyldum þeirra sem létu lífið í Sómalíu og þeirra sem liggja sárir. Samstarfsfólk okkar helgaði líf sitt baráttunni fyrir betri heim í þágu barna og UNICEF heldur baráttu sinni í Sómalíu áfram í minningu þeirra,“ segir Sigríður.

Stefán Ingi Stefánsson, fyrrum framkvæmdarstjóri UNICEF á Íslandi, deildi á Facebook síðu sinni að í haust hefði hann tekið samskonar rútu í vinnu sína hjá UNICEF á svipuðum slóðum og fólkið sem lést. Hann segir að baráttan haldi áfram en nú með þyngslum fyrir hjarta. Enginn Íslendingur er á vettvangi erlendis á vegum UNICEF núna, en fjórir vinna fyrir UNICEF alþjóðlega.

Óendanlega sorglegt. Í haust tók ég daglega samskonar rútu á svipuðum slóðum til að komast í vinnuna eins og þau fjögur...

Posted by Stefán Ingi Stefánsson on Monday, April 20, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×