Erlent

Maður með vöðvarýrnun kláraði Bostonmaraþonið tuttugu tímum eftir ræsingu

Atli Ísleifsson skrifar
Þetta var fimmta maraþon hins 39 ára Maickel Melamed.
Þetta var fimmta maraþon hins 39 ára Maickel Melamed. Mynd/MICHAEL BLANCHARD
Venesúelskur maður sem þjáist af vöðvarýrnun var heiðraður í ráðhúsi Boston í gær eftir að hafa lokið Bostonmaraþoninu tuttugu tímum eftir að var ræst.

Mikill fjöldi fólks fylgdi hinum 39 ára Maickel Melamed í mark klukkan 5 á þriðjudagsmorgninum þar sem hann þafði þurft að þola úrhellisrigningu, þrumuveður, vind og kulda á leiðinni.

„Saga hans er sannalega hvatning til annarra,“ sagði Marty Walsh borgarstjóri þegar hann afhenti honum verðlaunapening fyrir þátttöku sína í hlaupinu.

Melamed þakkaði íbúum borgarinnar fyrir að hafa tekið svo vel á móti honum og þeim sem fylgdu honum síðasta spölinn.

Sjúkdómur Melamed hefur mikil áhrif á hreyfigetu hans. Þrátt fyrir það var þetta í fimmta sinn sem Melamed tekur þátt í maraþoni. Áður hafði hann tekið þátt í maraþonunum í Chicago, New York, Berlín og Tokyo.

Sjá má sjónvarpsfrétt WCVB um þennan magnaða mann í spilaranum að neðan.

Last night I watched a report by Jorge Quiroga about a man from Venezuela who was still running the marathon long after...

Posted by Michael Blanchard on Tuesday, 21 April 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×