Erlent

Elsti þjóðgarður Afríku í hættu

Atli Ísleifsson skrifar
Þjóðgarðurinn Virunga er hvað þekktastur fyrir górillur garðsins.
Þjóðgarðurinn Virunga er hvað þekktastur fyrir górillur garðsins. Vísir/AFP
Þjóðgarðurinn Virunga í Lýðveldinu Kongó verður níutíu ára í þessari viku. Í stað þess að halda upp á tímamótin hyggja stjórnvöld í landinu á að brjóta upp garðinn til að opna fyrir olíuvinnslu.

Í frétt SVT segir að Virunga sé hvað þekktastur fyrir górillur garðsins. Þeir lifa í regnskógum syðst í garðinum og stafar því ekki bein hætta af áætlunum stjórnvalda enda á það svæði enn að flokkast sem þjóðgarður.

Þó stendur til að opna fyrir olíuvinnslu í miðjum garðinum – í kringum Edwardvatn – þar sem flóðhestar, bufflar og ljón lifa villt á sléttum og mýrum.

Virunga er alls um 7.800 ferkílómetrar að stærð og er í austurhluta landsins. Þjóðgarðurinn liggur að þjóðgarðinum sem kenndur er við Elísabetu drottningu í Úganda.

Þjóðgarðurinn var stofnaður árið 1925 af belgísku nýlenduherrunum og er elsti þjóðgarður Afríku. Að sögn lifa um 700 fuglategundir í garðinum og um 200 spendýrstegundir í garðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×