Heimildarmaður Guardian segir al-Baghdadi hafa særst í loftárás Bandaríkjahers og bandamanna þeirra í mars síðastliðinn. Segir hann að sárin hafi í upphafi verið lífshættuleg en að líðan al-Baghdadi hafi síðan batnað.
Sami heimildarmaður segir að al-Baghdadi hafi þó enn ekki tekið aftur við daglegri stjórn ISIS.
Í frétt Guardian segir að sár leiðtogans hafi leitt til neyðarfunda hjá næstráðendum ISIS sem hafi í fyrstu talið að al-Baghdadi myndi láta lífið af sárum sínum og gert ráðstafanir til að útnefna nýjan leiðtoga.
Aðrir heimildarmenn blaðsins – embættismaður frá einu Vesturlandanna og ráðgjafi írakskra stjórnvalda – segja loftárásina hafa verið gerða í Nineveh-héraði, nærri sýrlensku landamærunum þann 18. mars.
Fréttir hafa þó áður borist af því að al-Baghdadi hafi særst í árásum. Þær hafa ekki verið á rökum reistar.
Isis leader Abu Bakr al-Baghdadi 'seriously wounded in air strike' http://t.co/ggUQ1IWRLj
— The Guardian (@guardian) April 21, 2015