Erlent

Fimm ár frá olíulekanum í Mexíkóflóa

Samúel Karl Ólason skrifar
Hreinsunar- og björgunarstörf voru gífurlega umfangsmikili.
Hreinsunar- og björgunarstörf voru gífurlega umfangsmikili. Vísir/AFP
Fimm ár eru nú liðin frá einum versta olíuleka sögunnar, þegar rúmir fimm hundruð milljón lítrar af olíu láku frá borpalli fyrirtækisins BP, í Mexíkóflóa. Umhverfisverndarsamtök segja olíufélög ekki hafa lært af mistökum BP. Á fimm árum hefur borpöllum á svæðinu fjölgað úr 35 í 48 og olíufélög vilja nú bora mun dýpra en BP gerði.

Þá segja gagnrýnendur olíufélaganna að enn hafi ekki verið fundnar nægjanlegar öryggisráðstafanir sem gætu komið í veg fyrir annað stórslys.

Gífurlegt magn af olíu lak úr borhholu BP.Vísir/AFP
Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa yfirvöld samþykkt um 24 nýja borpalla á miklu dýpi. Samkvæmt rannsókn þeirra hefur meðaldýpi borpalla á svæðinu aukist um 40 prósent frá árinu 2010. Þar að auki liggja þær ríku olíu- og gaslindir sem menn vilja komast í, undir um sex kílómetrum af jarðlögum frá botni sjávar.

Talið er að mögulega væri hægt að vinna allt að 300 þúsund tunnur af olíu á dag á svæðinu. Það liggur þó undir þykku saltlagi sem gerir borunina enn flóknari.

Frá BP slysinu segja embættismenn og forsvarsmenn iðnaðarins að öryggi hafi verið bætt töluvert. Auk þess sé búið að bæta hreinsibúnað, ráða fleiri eftirlitsmenn betrumbæta öryggisstaðla. Gagnrýnendur segja þó að borunartæknin sé komin langt fram úr öllum öryggisatriðum.


Tengdar fréttir

BP dælir sementi í borholuna á Mexíkóflóa

Aðgerðir BP olíufélagsins á Mexíkóflóa ganga mjög vel og ætlar félagið í dag að byrja að dæla sementi niður í borholuna sem lekið hefur olíu út í flóann.

Olli tjóni við ströndina

Búist er við að olíuhreinsunarstarf við Mexíkóflóa tefjist um allt að hálfan mánuð vegna fellibylja, sem eru að fara yfir svæðið.

BP tókst að stöðva olíulekann

BP olíufélaginu hefur tekist að stöðva alveg lekann úr olíuleiðslunni á Mexíkóflóa í fyrsta sinn síðan hann hófst í apríl síðastliðnum.

Sjálfboðaliðar hunsaðir

107 tilboð frá 44 þjóðum hafa borist um aðstoð vegna olíulekans í Mexíkó­flóa samkvæmt landhelgisgæslu Bandaríkjanna. Olíufélagið BP og bandaríska ríkisstjórnin eru vænd um aðgerðaleysi í málinu en 2000 bátar muni vera komnir á staðinn. Þeir geti hins vegar ekki aðhafst fyrr en þau fái heimild frá yfirvöldum.

Baðströndin löðrandi í olíu

Olían úr Mexíkóflóa berst nú upp á æ fleiri strendur í Bandaríkjunum. Meðfylgjandi mynd var tekin á Appelsínuströndinni í Alabama.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×