Erlent

Kennari drepinn með lásboga í Barcelona

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn var vopnaður lásboga. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Maðurinn var vopnaður lásboga. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Kennari lést og fjórir særðust í árás þrettán ára pilts í skóla í Barcelona á Spáni í morgun. Að sögn El Mundo var hann vopnaður lásboga.

Árásin átti sér stað við Joan Fuster stofnunina í borgarhlutanum La Sagrera.

Að sögn spænskra fjölmiðla á pilturinn, sem stundar nám við skólann, að hafa ráðist á kennara sinn og dóttur hans sem er í sama bekk. Forfallakennari í næstu skólastofu á þá að hafa komið inn í stofuna og verið skotinn í bringuna með ör úr lásboganum, með þeim afleiðingum að hann lést.

Lögregla tekið piltinn höndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×