Erlent

Hundur drap tveggja mánaða barn

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglan í Dallas hefur málið til rannsóknar.
Lögreglan í Dallas hefur málið til rannsóknar. Vísir/AFP
Tveggja mánaða drengur lét lífið þegar Pitbull réðst á hann í Dallas í Bandaríkjunum. Fjölskylduhundurinn var skilinn eftir með drengnum í stutta stund á meðan faðir hans fór út til að kveikja á úðurum. Þegar hann fór aftur inn var hundurinn að ráðast á barnið þar sem það sat í barnastól.

Hundurinn réðst einnig á móðir drengsins og beit hana tvisvar sinnum. Þá tókst manninum að draga hundinn út þar sem hann var skotinn, samkvæmt lögreglu.

Á vef NBC segir að drengurinn hafi verið fluttur á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn. Lögreglan segir málið til rannsóknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×