Erlent

Óboðinn gestur við Hvíta húsið

Leyniþjónustumenn standa vörð við Hvíta húsið.
Leyniþjónustumenn standa vörð við Hvíta húsið. Vísir/AP
Óboðinn gestur var handtekinn á lóð hvíta hússins seint í nótt en maðurinn hafði klifrað yfir girðinguna fyrir framan húsið sem hýsir forseta Bandaríkjanna. Lífverðir forsetans höfðu fljótlega hendur í hári hans og er hann nú í varðhaldi.

Maðurinn var með pakka með sér sem tekinn var til rækilegrar skoðunar en innihaldið reyndist meinlaust, að því er segir í frétt um málið í Washington Post. Öryggismál Hvíta hússins hafa verið mikið í umræðunni undanfarið en seint á síðasta ári tókst manni að klífa girðinguna, hlaupa yfir lóðina og komast langt inn í sjálft Hvíta húsið áður en hann var handsamaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×