Erlent

Kærir Apple fyrir að dreifa „áróðri samkynhneigðra“

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögmaður Starovoitov segir að hann ætli að fara fram á bætur vegna andlegs skaða sem sonur hans varð fyrir vegna myndarinnar.
Lögmaður Starovoitov segir að hann ætli að fara fram á bætur vegna andlegs skaða sem sonur hans varð fyrir vegna myndarinnar.
Hinn hægri sinnaði, Alexander Starovoitov, ætlar að kæra Apple fyrir að dreifa áróðri samkynhneigðra í formi nýjustu plötu hljómsveitarinnar U2. Plötunni sem heitir Songs of Innocence var dreift ókeypis til allra notenda iTunes, tónlistarforritsins frá Apple í fyrra.

Á myndinni má sjá mann halda utan um annan mann en báðir eru þeir berir að ofan. Starovoitov segir þessa mynd hvetja til kynlífs á meðal karlmanna.

Í rauninni er myndin af Larry Mullen Jr., trommuleikara U2, og heldur hann utan um 18 ára gamlan son sinn. Samkvæmt Independent var myndinni ætlað að sýna fram á að erfiðara sé að halda í sitt eigið sakleysi en sakleysi annarra.

Lögmaður Starovoitov segir að hann ætli að fara fram á bætur vegna andlegs skaða sem sonur hans varð fyrir vegna myndarinnar. Starovoitov er meðlimur í LDPR flokknum.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Apple lendir í vandræðum vegna dreifingar plötunnar.

Sjá einnig: Apple hjálpar notendum að losa sig við U2

í Rússlandi hafa fjölmörg lög verið sett sem þykja troða á rétti hinsegin fólks. Þá er allur „áróður“ bannaður sem ýtir undir „óhefðbundna“ kynferðislega háttsemi til einstaklinga sem ekki hafa náð átján ára aldri.

Verði Apple sakfellt gæti fyrirtækið þurft að greiða rúmlega tvær og hálfa milljón króna í sekt og að stöðva starfsemi sína í Rússlandi í 90 daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×