Erlent

Lögreglubíl ekið inn í hóp fólks í Stokkhólmi - Myndband

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/EPA
Lögregluþjónar voru sendir á vettvang í miðborg Stokkhólms í dag þar sem komið hafði til slagsmála á milli fólks. Þar hafði stór hópur stúdenta komið saman en ökumaður eins ómerkts lögreglubíls keyrði inn í hóp fólks. Fjórir voru fluttir á sjúkrahús en lögreglan segr bílinn hafa verið bilaðan.

Samkvæmt Aftonbladet vegja vitni að bílnum hafi verið ekið inn á torgið á miklum hraða. Ökumaður bílsins sagði að hann hefði ekki stöðvað þrátt fyrir að hann hafi stigið á bremsuna. Atvikið náðist á myndband sem sjá má hér að neðan.

Þrír voru fluttir á sjúkrahús vegna bakverkja og einn vegna astmakasts. Það tók sjúkraflutingamenn um tíu til fimmtán mínútur að koma á vettvang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×