Erlent

Mótmæli í Mílanó vegna heimssýningarinnar

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Þessi maður notaði málningu í mótmælunum í dag.
Þessi maður notaði málningu í mótmælunum í dag. Vísir/AP
Mótmælendaganga var gengin í Mílanó í Ítalíu í dag vegna Heimssýningarinnar 2015 sem opnar í borginni á morgun. Fjallað var um málið í erlendum fjölmiðlum í dag. Gagnrýnendur hafa fordæmt hneyksli í kringum sýninguna og segja hana jafnframt eyðslu á opinberum fjármunum og misnotkun á vinnuafli. Mótmælendur hafa boðað komu sína á morgun líka þegar sýningin verður opnuð.

Gert er ráð fyrir að um tuttugu milljón manns komi til Mílanó næsta hálfa árið vegna sýningarinnar.



Hér
má lesa umfjöllun Guardian um hneykslin sem einkennt hafa undirbúning heimssýningarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×