Erlent

Nepalskur hershöfðingi óttast að 15 þúsund hafi farist

Atli Ísleifsson skrifar
Tala látinna er nú komin í rúmlega 5.800 manns.
Tala látinna er nú komin í rúmlega 5.800 manns. Vísir/AFP
Nepalskur hershöfðingi óttast að allt að 15 þúsund manns hafi farist í skjálftanum sem varð í landinu á laugardaginn.

Hershöfðinginn Gaurav Rana segir þetta í samtali við bandarísku sjónvarpsstöðina NBC en hann stjórnar björgunaraðgerðum í landinu.

Tala látinna er nú komin í rúmlega 5.800 manns. „Spár okkar líta ekki vel út. Við teljum að milli 10 og 15 þúsund manns hafi farist.“

Rana segir að nepölskum yfirvöldum hafi reynst erfitt að takast á við afleiðingar skjálftans, þar á meðal að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma og vaxandi reiði almennings vegna seinagangs við björgunarstörf.


Tengdar fréttir

Halda áfram að klífa Everest

Átta hundruð manns voru á fjallinu þegar skriðan féll en hún gjöreyðilagði grunnbúðirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×