Erlent

Blóðug mótmæli kennara í Brasilíu

Atli Ísleifsson skrifar
Um 20 þúsund manns mótmæltu á götum borgarinnar í gær.
Um 20 þúsund manns mótmæltu á götum borgarinnar í gær. Mynd/Partido Pirata do Brasil
Rúmlega tvö hundruð eru sárir eftir að til átaka kom milli lögreglu og kennara sem mótmæltu á götum í Curitiba í suðurhluta Brasilíu í gær.

Lögregla skaut gúmmíkúlum í átt að mótmælendum og beitti hávaða- og ljóssprengjum. Talsmaður lögreglu segir lögreglumenn hafa neyðst til að bregðast við eftir að mótmælendur reyndu að komast framhjá lögreglumönnum sem umkringdu héraðsþinghús borginnar. Mótmælendur segja lögreglumenn hins vegar hafa beitt óþarflega miklu valdi.

Í frétt BBC segir að kennararnir hafi verið að mótmæla fyrirhuguðum breytingum á lífeyrissjóðskerfi þeirra.

Talsmenn borgaryfirvalda segja 213 hafa slasast í átökunum, þar af átta alvarlega. Talsmenn Parana-fylkis segja þó að tala særðra sé í raun mun lægri, eða fjörutíu mótmælendur og 22 lögreglumenn.

Um 20 þúsund manns mótmæltu á götum borgarinnar í gær.

Imagens do dia 28 de abril no Paraná, hoje é dia mundial da educação

Posted by Partido Pirata do Brasil on Wednesday, 29 April 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×