Innlent

Reynir Pétur lýsir eftir sjálfum sér

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Reynir Pétur á góðri stundu.
Reynir Pétur á góðri stundu.
Reynir Pétur Steinunnarson, sem varð frægur og dáður fyrir göngu sína hringinn í kringum Ísland sumarið 1985, leitar nú að styttu sem gerð var að göngu lokinni. Frá þessu greinir hann á Facebook.

Þrjátíu ár verða liðin frá göngu Reynis í sumar. Kappinn lagði upp í gönguna til að safna áheitum til styrktar byggingu íþróttahús á Sólheimum í Grímsnesi.

Er Reynir Pétur nokkuð týndur!Komið þið sæl allir mínir vinir nær og fjær.Getið þið deilt þessu til allra ykkar vina...

Posted by Reynir Pétur on Wednesday, April 29, 2015
„Það verður sýning í íþróttaleikhúsi Sólheima í allt sumar um gönguna mína sem ég er svo ánægður með. Ég tek á móti gestum alla daga sem ég get frá klukkan eitt til tvö og eftir þörfum, ef ég er ekki, þá vonandi er „styttan af mér“ í salnum og tekur brosandi á móti þér,“ segir Reynir Pétur.

„Þú sem átt styttuna í dag mátt geyma hana hjá okkur á meðan sýninginn er. Þinn vinur Reynir Pétur Steinunnarsson. Valgeir er með síma 855-6022 eða 847-1907 svo að þú sem átt styttuna getir látið vita hvort styttan geti komið í sumardvöl.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×