Erlent

Tíu menn í lífstíðarfangelsi fyrir árásina á Malölu

Atli Ísleifsson skrifar
Malala hlaut friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári ásamt Indverjanum og Kailash Satyarth.
Malala hlaut friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári ásamt Indverjanum og Kailash Satyarth. Vísir/AFP
Dómstóll í Pakistan hefur dæmt tíu menn í lífstíðarfangelsi fyrir árásina á baráttukonuna Malölu Yousafzai árið 2012. Daily Pakistan greinir frá þessu.

Malala var fimmtán ára gömul þegar hún var skotin í höfuðið af liðsmönnum Talibana í Pakistan þann 12. október 2012. Læknum tókst að fjarlægja kúluna og þannig bjarga lífi hennar.

Hún hefur vakið heimsathygli fyrir baráttu fyrir rétti stúlkna til menntunar.

Malala og Indverjinn Kailash Satyarthi hlutu friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×