Fótbolti

Ari Freyr með mark og stoðsendingu í sigri OB

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ari Freyr Skúlason.
Ari Freyr Skúlason. Vísir/Getty
Landsliðsbakvörðurinn Ari Freyr Skúlason leiddi sína menn í OB Odense til 2-0 útisigurs á AaB í Álaborg í kvöld þegar liðin mættust í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Ari Freyr, sem er fyrirliði OB-liðsins, skoraði bæði sjálfur og lagði upp mark fyrir félaga sinn í leiknum. Þetta var annað mark hans á tímabilinu en Ari Freyr skoraði einnig með langskoti í 2-0 sigri á Silkeborg í apríl.

Hallgrímur Jónsson spilaði ekki með OB-liðinu þar sem að hann tók út leikbann.

OB Odense vann þarna sinn annan sigur í röð og hefur aðeins tapað einum af síðustu fimm leikjum sínum í deildinni. Eftir sigurinn er liðið komið upp að hlið Nordsjælland í 7. og 8. sæti.

Ari Freyr skoraði fyrsta mark leiksins strax á sjöttu mínútu en markið skoraði hann úr vítaspyrnu sem var dæmd á varnarmann AaB fyrir hendi.

OB bætti síðan við öðru marki á 35. mínútu en Lasse Nielsen skoraði þá með skalla eftir hornspyrnu frá Ara Frey.

Ari Freyr fékk gult spjald á 22. mínútu og var síðan tekinn af velli á 68. mínútu leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×