5.500 miðar farnir áður en almenn miðasala hefst Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. maí 2015 10:30 Aðeins 4.000 miðar eru til sölu í dag. vísir/andri marinó „Því miður eru bara 4.000 miðar eftir,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Vísi, en miðasala á leik Íslands og Tékklands sem fram fer 12. júní hefst á hádegi í dag. Fótboltaáhugamenn á Twitter fóru að velta fyrir sér af hverju aðeins 4.000 miðar væru eftir miðað við frétt sem birtist á vef KSÍ í ágúst í fyrra. Þar kom fram að 500 mótsmiðar, miðar sem gilda á alla heimaleiki Íslands, voru seldir auk þess að 3.000 miðar hafi farið til samstarfs- og kostunaraðila. Miðað við þá frétt og þá 4.000 miða sem í boði eru í dag vantar um 2.300 miða upp á í almenna miðasölu þar sem Laugardalsvöllur tekur ríflega 9.700 manns í sæti. „Það seldust 1.000 mótsmiðar,“ segir Klara og bætir við að tékkneska sambandið hafi fengið 1.000. Aðrir 2.500 miðar fóru til samstarfs- og kostunaraðila og þá er KSÍ skylt að halda frá 1.000 miðum samkvæmt reglugerð UEFA fyrir starfsmenn sambandsins, dómara, fjölmiðla og fleiri. Alls eru því 5.500 miðar farnir áður en almenn miðasala hefst klukkan 12.00 í dag, en þar verða seldir 4.000 miðar. „Það eru svo einhverjir miðar sem falla niður t.d. í öryggissæti við hliðina á Tékkunum og fleira í þeim dúr,“ segir Klara. Miðasala hefst klukkan 12.00 á miði.is og hefur framkvæmdastjórinn engar áhyggjur af kerfinu, en það hrundi eins og frægt er þegar fólk reyndi að kaupa miða á leikinn gegn Króatíu í nóvember 2013. „Ég hef rosalega mikla trú á miði.is. Við höfum unnið mjög vel saman fyrir þennan leik og ég hef fulla trú á að kerfið muni halda,“ segir Klara Bjartmarz. Íslenski boltinn Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira
„Því miður eru bara 4.000 miðar eftir,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Vísi, en miðasala á leik Íslands og Tékklands sem fram fer 12. júní hefst á hádegi í dag. Fótboltaáhugamenn á Twitter fóru að velta fyrir sér af hverju aðeins 4.000 miðar væru eftir miðað við frétt sem birtist á vef KSÍ í ágúst í fyrra. Þar kom fram að 500 mótsmiðar, miðar sem gilda á alla heimaleiki Íslands, voru seldir auk þess að 3.000 miðar hafi farið til samstarfs- og kostunaraðila. Miðað við þá frétt og þá 4.000 miða sem í boði eru í dag vantar um 2.300 miða upp á í almenna miðasölu þar sem Laugardalsvöllur tekur ríflega 9.700 manns í sæti. „Það seldust 1.000 mótsmiðar,“ segir Klara og bætir við að tékkneska sambandið hafi fengið 1.000. Aðrir 2.500 miðar fóru til samstarfs- og kostunaraðila og þá er KSÍ skylt að halda frá 1.000 miðum samkvæmt reglugerð UEFA fyrir starfsmenn sambandsins, dómara, fjölmiðla og fleiri. Alls eru því 5.500 miðar farnir áður en almenn miðasala hefst klukkan 12.00 í dag, en þar verða seldir 4.000 miðar. „Það eru svo einhverjir miðar sem falla niður t.d. í öryggissæti við hliðina á Tékkunum og fleira í þeim dúr,“ segir Klara. Miðasala hefst klukkan 12.00 á miði.is og hefur framkvæmdastjórinn engar áhyggjur af kerfinu, en það hrundi eins og frægt er þegar fólk reyndi að kaupa miða á leikinn gegn Króatíu í nóvember 2013. „Ég hef rosalega mikla trú á miði.is. Við höfum unnið mjög vel saman fyrir þennan leik og ég hef fulla trú á að kerfið muni halda,“ segir Klara Bjartmarz.
Íslenski boltinn Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira