Erlent

Hitti mann sem fékk andlit bróður hennar grætt á sig

Atli Ísleifsson skrifar
Rebekah Aversano segir að "þetta sé andlitið sem ég ólst upp með“ þegar hún snertir andlit Norris.
Rebekah Aversano segir að "þetta sé andlitið sem ég ólst upp með“ þegar hún snertir andlit Norris. Mynd/Channel 9
Kona, sem missti bróður sinn í umferðarslysi, hefur hitt mann sem fékk andlit bróðurins grætt á sig. Aðgerðin var sú fyrsta sinnar tegundar á sínum tíma.

Myndskeið úr ástralska sjónvarpsþættinum 60 Minutes á Channel 9 sýnir augnablikið þegar Rebekah Aversano sér og snertir andlit látins bróður síns. Þátturinn verður sýndur á sunnudaginn.

Bandaríkjamaðurinn Richard Norris var illa afmyndaður eftir að hafa orðið fyrir skoti fyrir fimmtán árum síðan, þar sem hann hafði misst bæði varir og nef. Áður en hann gekkst undir aðgerðina fór hann sjaldnast út úr húsi og bjó í einangrun á heimili sínu í Virginíu-ríki.

Aversano segir að „þetta sé andlitið sem ég ólst upp með“ þegar hún snertir andlitið. Bróðir Aversano, Joshua, lést í bílslysi 21 árs að aldri.

Í frétt BBC kemur fram að aðgerðin hafi verið framkvæmd á sjúkrahúsi í Maryland fyrir þremur árum síðan og staðið yfir í 36 klukkustundir. Líffæraþegar hitta sjaldnast fjölskyldumeðlimi líffæragjafa.

Richard Norris bjó í einangrun fyrir aðgerðina.Vísir/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×