Erlent

Bestu atvikin úr bandarísku stafsetningarkeppninni

Atli Ísleifsson skrifar
Í síðustu umferð keppninnar stafsetti Vanya orðið „scherenschnitte“ rétt, en Gokul orðið „nunatak“.
Í síðustu umferð keppninnar stafsetti Vanya orðið „scherenschnitte“ rétt, en Gokul orðið „nunatak“. Vísir/AFP
Bandarísku stafsetningarkeppnin lauk í National Harbor í Maryland-ríki í gær eftir þriggja daga keppni.

Keppninni lauk með jafntefli þar sem hinn fjórtán ára Gokul Venkatachalam frá Missouri og þrettán ára Vanya Shivashankar frá Kansas báru sigur úr býtum.

Þetta er annað árið í röð þar sem keppninni lýkur með jafntefli og í fimmta sinn sem slíkt gerist í níutíu ára sögu keppninnar.

283 krakkar tóku þátt í keppninni sem gengur undir nafninu Scripps National Spelling Bee.

Í síðustu umferð keppninnar stafsetti Vanya orðið „scherenschnitte“ rétt, en Gokul orðið „nunatak“. Orðalisti dómara var þá tæmdur og ákveðið að lýsa þau bæði sigurvegara keppninnar.

Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN hefur tekið saman fimm bestu atvikin úr keppni ársins og má sjá þau að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×