Erlent

Upplýsingar um fallna hermenn framvegis trúnaðarmál

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Vladimir Pútín Rússlandsforseti segir að framvegis verði upplýsingar um dauðsföll rússneskra hermanna á friðartímum trúnaðarmál.
Vladimir Pútín Rússlandsforseti segir að framvegis verði upplýsingar um dauðsföll rússneskra hermanna á friðartímum trúnaðarmál. vísir/epa
Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur lýst því yfir að dauðsföll rússneskra hermanna á friðartímum verði framvegis trúnaðarmál. Hingað til hafa slíkar upplýsingar verið opinberar.

Uppreisn aðskilnaðarsinna í Úkraínu er talin líkleg í ljósi ákvörðunar forsetans. Hann hefur þó statt og stöðugt neitað því að rússneskir hermenn taki þátt í aðgerðum aðskilnaðarsinna í Úkraínu. Þá fullyrti talsmaður Pútíns á blaðamannafundi í dag að þessar breytingar tengdust átökunum í Úkraínu ekki á nokkurn hátt. Jafnframt greindi hann frá því að uppljóstri einhver þessum leyndarmálum eigi sá hinn sami yfir höfði sér allt að sjö ára fangelsisvist.

Fyrr í þessum mánuði játuðu tveir menn, sem handsamaðir voru í Úkraínu, að vera meðlimir rússneska hersins. Við því hafa rússnesk stjórnvöld ekki brugðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×