Erlent

Flugvél með tonn af kókaíni brotlenti í Kólumbíu

Atli Ísleifsson skrifar
1,2 tonn af kókaíni voru um borð í vélinni sem brotlenti.
1,2 tonn af kókaíni voru um borð í vélinni sem brotlenti. Vísir/AFP
Flugvél með rúmt tonn af kókaíni um borð brotlenti í Karíbahafi, undan strönd Kólumbíu í gær.

Vélin var á leið frá Venesúela og veittu vélar kólumbíska hersins henni eftirför.

Kólumbíski herinn hefur birt myndir af því þegar herþota reynir að þvinga vélina til að lenda. Að sögn talsmanna hersins var hins vegar bilun í öðrum hreyfli vélarinnar sem olli því að hún brotlenti fyrir utan strandbæinn Puerto Colombia.

Talsmaður landhelgisgæslu Kólumbíu segist hafa fundið lík flugmannsins ásamt 1,2 tonnum af kókaíni sem var um borð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×