Erlent

Rússneski bannlistinn birtur

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Nick Clegg, fyrrverandi varaforsætisráðherra Bretlands, má ekki fara til Rússlands.
Nick Clegg, fyrrverandi varaforsætisráðherra Bretlands, má ekki fara til Rússlands. Vísir/AFP
Nick Clegg, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Bretlands, er einn þeirra 89 stjórnmálamanna sem ekki mega koma til Rússlands. Nafn hans er á lista sem rússnesk stjórnvöld settu saman í vikunni yfir þá sem bannað er að koma til landsins.

Listinn, sem ekki var ætlaður til opinberrar birtingar, var afhentur sendinefnd Evrópusambandsins í Moskvu í vikunn. Hann lak svo til fjölmiðla. Meðal annarra sem eru á listanum eru Stefan Füle, fyrrverandi stækkunarstjóri Evrópusambandsins, forseti pólska þingsins, forseti lettneska þingsins, og yfirmaður leyniþjónustu danska hersins.

Enginn Íslendingur er á listanum en nokkrir Danir og Svíar.

Á síðasta ári bannaði Clegg, sem þá var leiðtogi Frjálslyndra demókrata, flokksfélögum að fara til Sotsí í Rússlandi til að vera viðstaddir Vetrarólympíuleikana í mótmælaskyni við rússnesk lög sem beinast gegn samkynhneigðum.

Listann í heild sinni má sjá hér, á vefsíðu finnska ríkisútvarpsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×