Erlent

Reykingabann í Peking frá og með morgundeginum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Frá og með morgundeginum verður bannað að reykja á veitingastöðum og á skrifstofum.
Frá og með morgundeginum verður bannað að reykja á veitingastöðum og á skrifstofum. Vísir/AFP
Frá og með morgundeginum verður bannað að reykja á veitingastöðum, skrifstofum og í almenningssamgöngum í Peking. Ekki eru hins vegar taldar líkur á að banninu verði framfylgt af miklum þunga.

Samkvæmt nýja reglunum verður hver sá sem reykir á bannsvæðum, sem meðal annars nær til spítala og skóla, að greiða 200 yuan í sekt, jafnvirði 4.330 króna. Í dag er samsvarandi sekt aðeins 10 yuan, jafnvirði 216 króna, en fáir eru sektaðir fyrir reykingar.

Þeir sem verða uppvísir að brjóta bannið þrisvar sinnum verða nafngreindir á sérstakri vefsíðu stjórnvalda. Fyrirtæki geta einnig verið sektuð um 10.000 yuan, jafnvirði 216.540 króna, ef þau grípa ekki til aðgerða til að koma í veg fyrir reykingar við húsnæði sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×