Erlent

Sonur varaforseta Bandaríkjanna lést í gærkvöldi

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Beau Biden var fyrst greindur með krabbamein í ágúst árið 2013. Hér er hann ásamt föður sínum.
Beau Biden var fyrst greindur með krabbamein í ágúst árið 2013. Hér er hann ásamt föður sínum. Vísir/AFP
Beau   Biden , sonur varaforseta Bandaríkjanna, er látinn, 46 ára að aldri, eftir baráttu við heilaæxli. Hann hefur verið rísandi stjarna í bandarískum stjórnvölum og ætlaði hann að bjóða sig fram til embættis ríkisstjóra í  Delaware  á næsta ári. 



„Öll  Biden  fjölskyldan er sorgmæddari en orð fá lýst,“ sagði varaforsetinn  Joe   Biden  í yfirlýsingu eftir andlátið. „ Beau  var einfaldlega besti maður sem nokkuð okkar hefur kynnst.



Beau  var greindur með krabbamein í ágúst árið 2013 og undirgekkst meðferð sem skilaði honum bata. Krabbameinið kom upp aftur fyrr á þessu ári.  Beau  skilur eftir sig eiginkonu og tvö börn.



Í yfirlýsingu sinni sagði Barack Obama, forseti Bandaríkjanna,  að  Beau  hafi verið góður maður sem myndi lifa áfram í hjörtum þeirra sem hefðu kynnst honum.



Joe   Biden  hefur áður misst fyrri eiginkonu sína og dóttir í bílslysi árið 1972 en  Beau  og bróðir hans  Hunter  voru einnig farþegar í bílnum en komust lífs af. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×