Ár frá falli Mosul Samúel Karl Ólason skrifar 9. júní 2015 15:30 Íbúar Mosul hafa átt erfitt ár undir harðstjórn Íslamska ríkisins. Vísir/AFP Ár er nú liðið frá því að önnur stærsta borg Írak féll í hendur Íslamska ríkisins. Vígamenn streymdu frá Sýrlandi og á ógnarhraða náðu þeir að leggja stóran hluta landsins undir sig. Þúsundir hermanna köstuðu frá sér vopnum sínum og búningum og reyndu að flýja. Flestum þeirra tókst það en hundruðir voru teknir af lífi af vígamönnum ISIS. Hundruð þúsunda Íraka neyddust til að yfirgefa heimili sín. Íraski herinn skildi gífurlegt magn vopna, bíla og annars búnaðar eftir þegar hann flúði undan ISIS og enn hefur ekki náðst að byggja herinn upp að fullu aftur. Sveitir Kúrda hafa nú setið um borgina í um margra mánaða skeið undir stöðugum árásum ISIS frá Sýrlandi. Í febrúar kynntu Bandaríkin áætlun um Kúrdar og Íraka myndu hertaka borgina fyrir vor. Hernum hefur hins vegar mistekist að sækja fram nægilega suður af borginni og ISIS hefur sótt fram í Anbar héraði og hertekið borgina Ramadi.Hér má sjá hvernig íraski herinn ætlaði að hertaka Mosul aftur í vor. Áætlanir þessar gengu þó ekki eftir.Vísir/GraphicNewsÁætlunin um frelsun Mosul er því ónýt og Kúrdar eiga ekki von á hjálp í bráð. Peshmerga sveitir Kúrda halda nú tæplega þúsund kílómetra langri víglínu við borgina með ónæg skotfæri og gömul vopn. Þrátt fyrir takmarkaða þjálfun og takmarkaðan búnað hafa Peshmerga sveitir Kúrda staðið gegn ISIS allt frá því að Mosul féll. Misheppnaðar aðgerðir hersins og sókn ISIS í Anbar hafa dregið verulega úr anda hermanna. Þrátt fyrir að ár sé liðið frá árás ISIS á Írak og níu mánuðir frá því að öflugasti her jarðarinnar byrjaði að berjast gegn samtökunum, stjórna þeir nú um helmingi Sýrlands og þriðjungi Írak. Það er stærra landsvæði en ISIS stjórnaði fyrir ári síðan.Konur í Mosul eru neyddar til að hylja líkama sína að fullu á almannafæri.Vísir/AFPÍbúar Mosul í stöðugri hættu Vígamenn Íslamska ríkisins ganga um götur Mosul og framfylgja lögum sínum, sem byggja á mjög strangri túlkun þeirra á íslömskum lögum. Konum í borginni er meinað að fara úr húsi án þess að vera í fylgd ættingja af karlkyni og þar að auki er þeim skylt að hylja sig að fullu utandyra. BBC birti fyrr í dag ítarlega grein um aðstæður íbúa í borginni og með henni fylgdu myndbönd sem hafði verið smyglað frá Mosul. Þar segir kona frá því hvernig karlmenn eru barðir með svipum, sjái aðrir karlmenn andlit eiginkvenna þeirra á almannafæri. Þá má sjá á myndbandi hvernig vígamaður ISIS skipar konu á gangi um götur borgarinnar að hylja hendur sínar með hönskum. Minnihlutahópar eru vinsæl skotmörk vígamanna ISIS en heilu hverfin í Mosul, þar sem áður kristið fólk bjó, standa nú tóm. Fjöldi kristinna flúði úr borginni. Kvensjúkdómalæknir sem hefur verið gefið nafnið Mariam flúði til Irbil í sjálfstjórnarsvæði Kúrda. Þar komst hún að því að vígamenn hefðu merkt heimili hennar með N, sem stendur fyrir Nasrani sem er notað af ISIS fyrir kristna. Vígamenn lögðu undir sig heimili hennar og eigur og eyðilöggðu þeir bækur hennar. Til að stjórna íbúum Mosul beitir ISIS meðal annars ógnunum og pyntingum. Meðal þess sem þeir hafa gert er að sprengja upp moskur sjíta og þar að auki beita þeir grimmilegum refsingum. Íbúi borgarinnar sem BBC ræddi við segir að hendur séu höggnar af þjófum, mönnum sem fremja hjúskaparbrot er kastað fram af húsþökum og konur eru grýttar til dauða. Refsingarnar eru opinberar og oft á tíðum eru íbúar neyddir til að horfa á.Íslamska ríkið beitir áróðri í miklum mæli og er Mosul engin undartekning. Skilaboð hryðjuverkasamtakanna eru birt á sjónvarpsskjáum á fjölförnum stöðum og á auglýsingaskiltum víða um borgina. Þar að auki segja vígamenn skoðanir sínar og ræða við fólk á götum úti og í strætisbifreiðum. Líf íbúa hefur breyst gífurlega og hafa fjölmörg störf tapast eftir hernám borgarinnar. Mörgum skólum hefur verið lokað og þeir sem eru opnir dreifa boðskap ISIS. Sumir foreldrar höfðu börn sín áfram í skólum þrátt fyrir að þeir væru reknir af ISIS. Eitt vitni segir að viðhorf fjölskyldu hans hafi verið að senda tólf ára dreng í skóla því það væri betra að hann fengi einhverja menntun en enga. Hann var hins vegar byrjaður að teikna fána ISIS og raula lög þeirra. Því tók fjölskyldan drenginn úr skólanum.Vígamenn ISIS vita að á endanum mun íraski herinn að öllum líkindum reyna að ná Mosul aftur og hafa þeir unnið að undirbúningi í borginni. Íbúar segja að þeir hafi grafið fjöldann allan af göngum og skurðum, byggt vegatálma, lagt jarðsprengjur og komið leyniskyttum fyrir víða. Íbúar hafa þó áhyggjur af því hvernig herinn muni reyna að ná borginni af ISIS.Þúsundir hermanna lögðu niður vopn sín, fóru úr búningum sínum og flúðu undan ISIS fyrir ári síðan. Fjölmargir þeirra fundust þó og voru teknir af lífi.Vísir/AFPÍ lok maí var birt myndband sem talið er að sýni menn úr sveitum hliðhollum stjórnvöldum í Bagdad, brenna mann sem þeir sögðu vera meðlim ISIS. Sveitir þessar hafa spilað stóran þátt í baráttunni gegn ISIS í Írak en þær hafa verið gagnrýndar fyrir að koma grimmilega fram við íbúa á þeim svæðum sem þeir hafa frelsað. Eftir að ISIS voru reknir úr borginni Tikrit sáu tveir fréttaritarar Reuters tvo lögreglumenn skera mann á háls. Sá maður var grunaður um að vera vígamaður og hópur fólks hvatti lögreglumennina áfram. Þeir sáu meðlimi áðurnefndar sveita draga lík eftir götum borgarinnar og embættismenn sögðu að kveikt hefði verið í húsum súnníta. Meðlimir þessara sveita eru flestir sjítar og þeir eru sagðir hafa hefnt fyrir morð ISIS á fjölda sjíta og hermannanna sem teknir voru af lífi fyrir um ári síðan. Mannréttindasamtök hafa farið fram á að yfirvöld í Bagdad geri meira til að vernda íbúa. Barack Obama sagði í gær að þá vantaði áætlun til að þjálfa íraska hermenn og viðurkenndi forsetinn að bardaginn gegn ISIS hefði ekki gengið nægilega vel. Hann biðlaði til stjórnvalda að leyfa fleiri súnnítum að taka þátt í baráttunni. Stjórnvöld eru hins vegar hrædd við að vígbúa súnníta af ótta við að ný átök blossi upp á milli sjíta og súnníta þegar og ef ISIS er sigrað.Peshmerga sveitir Kúrda hafa barist gegn vígamönnum ISIS og haldið þeim í skefjum í norðurhluta Írak.Vísir/EPAUm 3.000 bandarískir hermenn eru nú í Írak þar sem þeir þjálfa og aðstoða íraska hermenn. Obama sagði að þeir hefðu burði til að þjálfa fleiri hermenn en nú, en hins vegar vantaði sjálfboðaliða. Enn sem komið er segja yfirmenn bandaríska hersins að 8.920 íraskir hermenn hafi fengið þjálfun og að 2.601 séu nú í þjálfun. Eftir að Ramadi féll í síðasta mánuði sagði Ash Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, að íraskir hermenn hefðu ekki vilja til að berjast gegn ISIS. Talið er að einungis 200 vígamenn hafi rekið um tíu sinnum fleiri hermenn úr borginni og neytt þúsundir íbúa til að flýja. Ramadi er einungis í tæplega hundrað kílómetra fjarlægð frá Bagdad. Herinn undirbýr nú að ráðast á borgina og ná henni úr höndum ISIS. Minnst 6.000 vígamenn hafa fallið í loftárásum Bandaríkjanna og bandamanna þeirra. Þar að auki segjast þeir hafa sprengt 77 skriðdreka og 288 brynvarða bíla. Hins vegar er talið að um 22 þúsund vígamenn hafi gengið til liðs við ISIS, þar af 70 prósent þeirra í fyrra. Áætlað er að vígamenn ISIS séu rúmlega hundrað þúsund talsins.Áætlað er að vígamenn ISIS séu rúmlega hundrað þúsund talsins.Vísir/AFPÍ Sýrlandi hefur ISIS hertekið fornu borgina Palmyra og þeir sækja fram eftir þjóðvegi sem gæti mögulega opnað fyrir sókn þeirra gegn Damascus, höfuðborg Sýrlands. Í Bandaríkjunum hækka sífellt raddir sem kalla eftir áherslubreytingum í baráttunni gegn ISIS, en embættismenn segja sífellt að núverandi aðgerðir skili árangri. Fréttaskýringar Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Isis lýsa yfir stofnun kalífadæmis Íslömsku öfgasamtökin Isis hafa lýst yfir stofnun nýs ríkis á landsvæðum sem tilheyra Sýrlandi og Írak og hefur leiðtogi þeirra, Abu Bakr al-Baghdadi verið útnefndur kalífi og leiðtogi allra múslima. Þetta hefur lengi verið yfirlýst stefna samtakanna en nú þegar þau viðast stjórna stórum landsvæðum í löndunum tveimur hefur verið ákveðið að ganga alla leið og var tilkynningu þess efnis send út á Netinu í nótt. 30. júní 2014 07:19 Ísis sækir í sig veðrið í Írak Yfirvöld í Írak virðast nú hafa misst stjórnina á vesturlandamærum landsins og ráða Ísis samtökin nú yfir landamærastöðvunum inn í Sýrland og Jórdaníu. 23. júní 2014 07:28 Búðareigendum skipað að hylja andlit gínanna ISIS-liðar hafa fyrirskipað írökskum verslunarmönnum í Mosul að hylja andlit allra gína í verslunum sínum. 23. júlí 2014 10:16 Herstöðvar á landamærum Íraks og Sýrlands herteknar Um mikinn áfangasigur er að ræða fyrir ISIS þar sem samtökin hafa nú tryggt öruggan og stöðugan flutning hergagna yfir landamærin. 22. júní 2014 10:07 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira
Ár er nú liðið frá því að önnur stærsta borg Írak féll í hendur Íslamska ríkisins. Vígamenn streymdu frá Sýrlandi og á ógnarhraða náðu þeir að leggja stóran hluta landsins undir sig. Þúsundir hermanna köstuðu frá sér vopnum sínum og búningum og reyndu að flýja. Flestum þeirra tókst það en hundruðir voru teknir af lífi af vígamönnum ISIS. Hundruð þúsunda Íraka neyddust til að yfirgefa heimili sín. Íraski herinn skildi gífurlegt magn vopna, bíla og annars búnaðar eftir þegar hann flúði undan ISIS og enn hefur ekki náðst að byggja herinn upp að fullu aftur. Sveitir Kúrda hafa nú setið um borgina í um margra mánaða skeið undir stöðugum árásum ISIS frá Sýrlandi. Í febrúar kynntu Bandaríkin áætlun um Kúrdar og Íraka myndu hertaka borgina fyrir vor. Hernum hefur hins vegar mistekist að sækja fram nægilega suður af borginni og ISIS hefur sótt fram í Anbar héraði og hertekið borgina Ramadi.Hér má sjá hvernig íraski herinn ætlaði að hertaka Mosul aftur í vor. Áætlanir þessar gengu þó ekki eftir.Vísir/GraphicNewsÁætlunin um frelsun Mosul er því ónýt og Kúrdar eiga ekki von á hjálp í bráð. Peshmerga sveitir Kúrda halda nú tæplega þúsund kílómetra langri víglínu við borgina með ónæg skotfæri og gömul vopn. Þrátt fyrir takmarkaða þjálfun og takmarkaðan búnað hafa Peshmerga sveitir Kúrda staðið gegn ISIS allt frá því að Mosul féll. Misheppnaðar aðgerðir hersins og sókn ISIS í Anbar hafa dregið verulega úr anda hermanna. Þrátt fyrir að ár sé liðið frá árás ISIS á Írak og níu mánuðir frá því að öflugasti her jarðarinnar byrjaði að berjast gegn samtökunum, stjórna þeir nú um helmingi Sýrlands og þriðjungi Írak. Það er stærra landsvæði en ISIS stjórnaði fyrir ári síðan.Konur í Mosul eru neyddar til að hylja líkama sína að fullu á almannafæri.Vísir/AFPÍbúar Mosul í stöðugri hættu Vígamenn Íslamska ríkisins ganga um götur Mosul og framfylgja lögum sínum, sem byggja á mjög strangri túlkun þeirra á íslömskum lögum. Konum í borginni er meinað að fara úr húsi án þess að vera í fylgd ættingja af karlkyni og þar að auki er þeim skylt að hylja sig að fullu utandyra. BBC birti fyrr í dag ítarlega grein um aðstæður íbúa í borginni og með henni fylgdu myndbönd sem hafði verið smyglað frá Mosul. Þar segir kona frá því hvernig karlmenn eru barðir með svipum, sjái aðrir karlmenn andlit eiginkvenna þeirra á almannafæri. Þá má sjá á myndbandi hvernig vígamaður ISIS skipar konu á gangi um götur borgarinnar að hylja hendur sínar með hönskum. Minnihlutahópar eru vinsæl skotmörk vígamanna ISIS en heilu hverfin í Mosul, þar sem áður kristið fólk bjó, standa nú tóm. Fjöldi kristinna flúði úr borginni. Kvensjúkdómalæknir sem hefur verið gefið nafnið Mariam flúði til Irbil í sjálfstjórnarsvæði Kúrda. Þar komst hún að því að vígamenn hefðu merkt heimili hennar með N, sem stendur fyrir Nasrani sem er notað af ISIS fyrir kristna. Vígamenn lögðu undir sig heimili hennar og eigur og eyðilöggðu þeir bækur hennar. Til að stjórna íbúum Mosul beitir ISIS meðal annars ógnunum og pyntingum. Meðal þess sem þeir hafa gert er að sprengja upp moskur sjíta og þar að auki beita þeir grimmilegum refsingum. Íbúi borgarinnar sem BBC ræddi við segir að hendur séu höggnar af þjófum, mönnum sem fremja hjúskaparbrot er kastað fram af húsþökum og konur eru grýttar til dauða. Refsingarnar eru opinberar og oft á tíðum eru íbúar neyddir til að horfa á.Íslamska ríkið beitir áróðri í miklum mæli og er Mosul engin undartekning. Skilaboð hryðjuverkasamtakanna eru birt á sjónvarpsskjáum á fjölförnum stöðum og á auglýsingaskiltum víða um borgina. Þar að auki segja vígamenn skoðanir sínar og ræða við fólk á götum úti og í strætisbifreiðum. Líf íbúa hefur breyst gífurlega og hafa fjölmörg störf tapast eftir hernám borgarinnar. Mörgum skólum hefur verið lokað og þeir sem eru opnir dreifa boðskap ISIS. Sumir foreldrar höfðu börn sín áfram í skólum þrátt fyrir að þeir væru reknir af ISIS. Eitt vitni segir að viðhorf fjölskyldu hans hafi verið að senda tólf ára dreng í skóla því það væri betra að hann fengi einhverja menntun en enga. Hann var hins vegar byrjaður að teikna fána ISIS og raula lög þeirra. Því tók fjölskyldan drenginn úr skólanum.Vígamenn ISIS vita að á endanum mun íraski herinn að öllum líkindum reyna að ná Mosul aftur og hafa þeir unnið að undirbúningi í borginni. Íbúar segja að þeir hafi grafið fjöldann allan af göngum og skurðum, byggt vegatálma, lagt jarðsprengjur og komið leyniskyttum fyrir víða. Íbúar hafa þó áhyggjur af því hvernig herinn muni reyna að ná borginni af ISIS.Þúsundir hermanna lögðu niður vopn sín, fóru úr búningum sínum og flúðu undan ISIS fyrir ári síðan. Fjölmargir þeirra fundust þó og voru teknir af lífi.Vísir/AFPÍ lok maí var birt myndband sem talið er að sýni menn úr sveitum hliðhollum stjórnvöldum í Bagdad, brenna mann sem þeir sögðu vera meðlim ISIS. Sveitir þessar hafa spilað stóran þátt í baráttunni gegn ISIS í Írak en þær hafa verið gagnrýndar fyrir að koma grimmilega fram við íbúa á þeim svæðum sem þeir hafa frelsað. Eftir að ISIS voru reknir úr borginni Tikrit sáu tveir fréttaritarar Reuters tvo lögreglumenn skera mann á háls. Sá maður var grunaður um að vera vígamaður og hópur fólks hvatti lögreglumennina áfram. Þeir sáu meðlimi áðurnefndar sveita draga lík eftir götum borgarinnar og embættismenn sögðu að kveikt hefði verið í húsum súnníta. Meðlimir þessara sveita eru flestir sjítar og þeir eru sagðir hafa hefnt fyrir morð ISIS á fjölda sjíta og hermannanna sem teknir voru af lífi fyrir um ári síðan. Mannréttindasamtök hafa farið fram á að yfirvöld í Bagdad geri meira til að vernda íbúa. Barack Obama sagði í gær að þá vantaði áætlun til að þjálfa íraska hermenn og viðurkenndi forsetinn að bardaginn gegn ISIS hefði ekki gengið nægilega vel. Hann biðlaði til stjórnvalda að leyfa fleiri súnnítum að taka þátt í baráttunni. Stjórnvöld eru hins vegar hrædd við að vígbúa súnníta af ótta við að ný átök blossi upp á milli sjíta og súnníta þegar og ef ISIS er sigrað.Peshmerga sveitir Kúrda hafa barist gegn vígamönnum ISIS og haldið þeim í skefjum í norðurhluta Írak.Vísir/EPAUm 3.000 bandarískir hermenn eru nú í Írak þar sem þeir þjálfa og aðstoða íraska hermenn. Obama sagði að þeir hefðu burði til að þjálfa fleiri hermenn en nú, en hins vegar vantaði sjálfboðaliða. Enn sem komið er segja yfirmenn bandaríska hersins að 8.920 íraskir hermenn hafi fengið þjálfun og að 2.601 séu nú í þjálfun. Eftir að Ramadi féll í síðasta mánuði sagði Ash Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, að íraskir hermenn hefðu ekki vilja til að berjast gegn ISIS. Talið er að einungis 200 vígamenn hafi rekið um tíu sinnum fleiri hermenn úr borginni og neytt þúsundir íbúa til að flýja. Ramadi er einungis í tæplega hundrað kílómetra fjarlægð frá Bagdad. Herinn undirbýr nú að ráðast á borgina og ná henni úr höndum ISIS. Minnst 6.000 vígamenn hafa fallið í loftárásum Bandaríkjanna og bandamanna þeirra. Þar að auki segjast þeir hafa sprengt 77 skriðdreka og 288 brynvarða bíla. Hins vegar er talið að um 22 þúsund vígamenn hafi gengið til liðs við ISIS, þar af 70 prósent þeirra í fyrra. Áætlað er að vígamenn ISIS séu rúmlega hundrað þúsund talsins.Áætlað er að vígamenn ISIS séu rúmlega hundrað þúsund talsins.Vísir/AFPÍ Sýrlandi hefur ISIS hertekið fornu borgina Palmyra og þeir sækja fram eftir þjóðvegi sem gæti mögulega opnað fyrir sókn þeirra gegn Damascus, höfuðborg Sýrlands. Í Bandaríkjunum hækka sífellt raddir sem kalla eftir áherslubreytingum í baráttunni gegn ISIS, en embættismenn segja sífellt að núverandi aðgerðir skili árangri.
Fréttaskýringar Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Isis lýsa yfir stofnun kalífadæmis Íslömsku öfgasamtökin Isis hafa lýst yfir stofnun nýs ríkis á landsvæðum sem tilheyra Sýrlandi og Írak og hefur leiðtogi þeirra, Abu Bakr al-Baghdadi verið útnefndur kalífi og leiðtogi allra múslima. Þetta hefur lengi verið yfirlýst stefna samtakanna en nú þegar þau viðast stjórna stórum landsvæðum í löndunum tveimur hefur verið ákveðið að ganga alla leið og var tilkynningu þess efnis send út á Netinu í nótt. 30. júní 2014 07:19 Ísis sækir í sig veðrið í Írak Yfirvöld í Írak virðast nú hafa misst stjórnina á vesturlandamærum landsins og ráða Ísis samtökin nú yfir landamærastöðvunum inn í Sýrland og Jórdaníu. 23. júní 2014 07:28 Búðareigendum skipað að hylja andlit gínanna ISIS-liðar hafa fyrirskipað írökskum verslunarmönnum í Mosul að hylja andlit allra gína í verslunum sínum. 23. júlí 2014 10:16 Herstöðvar á landamærum Íraks og Sýrlands herteknar Um mikinn áfangasigur er að ræða fyrir ISIS þar sem samtökin hafa nú tryggt öruggan og stöðugan flutning hergagna yfir landamærin. 22. júní 2014 10:07 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira
Isis lýsa yfir stofnun kalífadæmis Íslömsku öfgasamtökin Isis hafa lýst yfir stofnun nýs ríkis á landsvæðum sem tilheyra Sýrlandi og Írak og hefur leiðtogi þeirra, Abu Bakr al-Baghdadi verið útnefndur kalífi og leiðtogi allra múslima. Þetta hefur lengi verið yfirlýst stefna samtakanna en nú þegar þau viðast stjórna stórum landsvæðum í löndunum tveimur hefur verið ákveðið að ganga alla leið og var tilkynningu þess efnis send út á Netinu í nótt. 30. júní 2014 07:19
Ísis sækir í sig veðrið í Írak Yfirvöld í Írak virðast nú hafa misst stjórnina á vesturlandamærum landsins og ráða Ísis samtökin nú yfir landamærastöðvunum inn í Sýrland og Jórdaníu. 23. júní 2014 07:28
Búðareigendum skipað að hylja andlit gínanna ISIS-liðar hafa fyrirskipað írökskum verslunarmönnum í Mosul að hylja andlit allra gína í verslunum sínum. 23. júlí 2014 10:16
Herstöðvar á landamærum Íraks og Sýrlands herteknar Um mikinn áfangasigur er að ræða fyrir ISIS þar sem samtökin hafa nú tryggt öruggan og stöðugan flutning hergagna yfir landamærin. 22. júní 2014 10:07