Lífeyrissjóðirnir þurfa rýmri heimildir en áætlun stjórnvalda um losun hafta leyfir Heimir Már Pétursson skrifar 9. júní 2015 13:26 Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir aðgerðir stjórnvalda um afnám gjaldeyrishaft gott fyrsta skref varðandi lífeyrissjóðina. Fjárfestingar lífeyrissjóðanna í útlöndum eru nú um 24 prósent en þyrftu að vera á bilinu 40 til 50 prósent að mati lífeyrissjóðanna. Lífeyrissjóðirnir eru stærstu fjárfestar á Íslandi en þeir hafa eins og aðrir þurft að una við gjaldeyrishöft allt frá því undir lok árs 2008. Samkvæmt þeirri áætlun sem stjórnvöld kynntu í gær munu lífeyrissjóðirnir fá að fjárfesta í útlöndum fyrir um 10 milljarða króna á ári. Þórey S. Þórðardóttir framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir aðgerðir stjórnvalda fela í sér jákvætt skref. „Þetta er sú fjárhæð sem talin er nægja til að halda í horfinu. En hins vegar til að auka hlutfall erlendra eigna er nauðsynlegt að vera með stærri og rýmri heimildir fyrir lífeyrissjóðina til að fjárfesta,“ segir Þórey. Hins vegar skilji hún aðgerðir stjórnvalda þannig að heimildir sjóðanna muni verða rýmri þegar fram líði stundir. Öll skref til losunar hafta sé af hinu góða. „Það er nauðsynlegt fyrir lífeyrissjóðina að dreifa áhættunni og getað fjárfest í útlöndum. Ekki bara vera með alla áhættuna á íslenskt hagkerfi,“ segir Þórey. Erfitt sé að svara því hver fjárfestingaþörf lífeyrissjóðanna í útlöndum sé mikil. Það sé metið af sérfræðingum hverju sinni hvert hlutfallið eigi að vera. „Núna er það mjög lágt í samanburði við erlenda lífeyrissjóði. Það var um 24 prósent af eignunum um síðustu áramót. Margir telja að það ætti að vera á bilinu 40 til 50 prósent,“ segir Þórey. Gjaldeyrishöftin hafa m.a. orðið til þess að lífeyrissjóðirnir eru orðnir mjög stórir í íslenskum fjárfestingum og eiga hlut í fjölmörgum fyrirtækjum. Sumir telja þá jafnvel of ráðandi um verð hlutabréfa og annarra fjárfestingakosta.Mun þetta létta á þrýstingi á innlenda markaðnum og gera hann eðlilegri? „Ég myndi ætla að það væru afleiðingarnar. Það er ljóst að hagsmunir lífeyrissjóðanna fara alveg saman við hagsmuni almennings. Því lífeyrissjóðirnir eru bara almenningur í landinu. Vinnandi fólk,“ segir Þórey S. Þórðardóttir. Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Sjá meira
Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir aðgerðir stjórnvalda um afnám gjaldeyrishaft gott fyrsta skref varðandi lífeyrissjóðina. Fjárfestingar lífeyrissjóðanna í útlöndum eru nú um 24 prósent en þyrftu að vera á bilinu 40 til 50 prósent að mati lífeyrissjóðanna. Lífeyrissjóðirnir eru stærstu fjárfestar á Íslandi en þeir hafa eins og aðrir þurft að una við gjaldeyrishöft allt frá því undir lok árs 2008. Samkvæmt þeirri áætlun sem stjórnvöld kynntu í gær munu lífeyrissjóðirnir fá að fjárfesta í útlöndum fyrir um 10 milljarða króna á ári. Þórey S. Þórðardóttir framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir aðgerðir stjórnvalda fela í sér jákvætt skref. „Þetta er sú fjárhæð sem talin er nægja til að halda í horfinu. En hins vegar til að auka hlutfall erlendra eigna er nauðsynlegt að vera með stærri og rýmri heimildir fyrir lífeyrissjóðina til að fjárfesta,“ segir Þórey. Hins vegar skilji hún aðgerðir stjórnvalda þannig að heimildir sjóðanna muni verða rýmri þegar fram líði stundir. Öll skref til losunar hafta sé af hinu góða. „Það er nauðsynlegt fyrir lífeyrissjóðina að dreifa áhættunni og getað fjárfest í útlöndum. Ekki bara vera með alla áhættuna á íslenskt hagkerfi,“ segir Þórey. Erfitt sé að svara því hver fjárfestingaþörf lífeyrissjóðanna í útlöndum sé mikil. Það sé metið af sérfræðingum hverju sinni hvert hlutfallið eigi að vera. „Núna er það mjög lágt í samanburði við erlenda lífeyrissjóði. Það var um 24 prósent af eignunum um síðustu áramót. Margir telja að það ætti að vera á bilinu 40 til 50 prósent,“ segir Þórey. Gjaldeyrishöftin hafa m.a. orðið til þess að lífeyrissjóðirnir eru orðnir mjög stórir í íslenskum fjárfestingum og eiga hlut í fjölmörgum fyrirtækjum. Sumir telja þá jafnvel of ráðandi um verð hlutabréfa og annarra fjárfestingakosta.Mun þetta létta á þrýstingi á innlenda markaðnum og gera hann eðlilegri? „Ég myndi ætla að það væru afleiðingarnar. Það er ljóst að hagsmunir lífeyrissjóðanna fara alveg saman við hagsmuni almennings. Því lífeyrissjóðirnir eru bara almenningur í landinu. Vinnandi fólk,“ segir Þórey S. Þórðardóttir.
Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Sjá meira