Erlent

Obama fékk sér bjór með morgunmatnum í Bæjaralandi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Obama var sáttur með bjórinn í gærmorgun.
Obama var sáttur með bjórinn í gærmorgun. vísir/epa
Það vakti nokkra athygli í gær þegar Barack Obama, Bandaríkjaforseti, skolaði niður einum ísköldum bjór í gær á meðan hann fékk sér morgunmat með Angelu Merkel, Þýskalandsforseta, áður en fundur G7-ríkjanna hófst í Alpaþorpinu Kruen í Bæjaralandi.

Hefðbundinn morgunverður í Bæjaralandi er einmitt soðnar pylsur með sætu sinnepi, nýbökuðum saltkringlum og hveitibjór.

Þar sem Obama var tiltölulega nýlentur í Þýskalandi eftir flug frá Bandaríkjunum hafa ýmsir velt því fyrir sér hvort að bjórinn sem hann teygaði yfir morgunmatnum hafi verið óáfengur.

Bóndi á svæðinu sagði blaðamönnum að bjórinn hafi verið óáfengur en Victoria Schubert, fulltrúi brugghússins sem bruggaði bjórinn, sagði að forsetinn og Merkel hefðu fengið sér alvöru bjór.

„Þau voru klárlega ekki að drekka óáfengan bjór,“ sagði Schubert.

Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins tók undir þessi orð Schubert. Hann sagðist ekki viss um hvernig bjór Obama hefði fengið en var þó fullviss um að forsetinn hafi ekki pantað óáfengan bjór, jafnvel eftir næturflug.


Tengdar fréttir

Ætla enn að þrýsta á Pútín

Annað árið í röð fær Vladimír Pútín Rússlandsforseti ekki að vera með þegar leiðtogar nokkurra helstu iðnríkja heims hittast til að ræða heimsmálin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×