Erlent

Rick Perry býður sig fram til foresta

Samúel Karl Ólason skrifar
RIck Perry.
RIck Perry. Vísir/EPA
Fyrrverandi ríkisstjórinn Rick Perry ætlar aftur að bjóða sig fram til forseta fyrir Repúblikanaflokkinn í Bandaríkjunum. Hann mun tilkynna það seinna í dag, en í janúar hætti hann sem ríkisstjóri í Texas eftir að hafa sinnt því starfi í 14 ár. Þar þykir hann hafa staðið sig vel í að skapa ný störf

Fyrir kosningarnar 2012 var Perry meðal þeirra fremstu í fyrstu. Hann dróst þó fljótt afturúr og dró framboð sitt að lokum til baka þann 19. janúar 2012. Greinendur voru sammála á þeim tíma um að helsta ástæða þess að hann dróst aftur úr var framganga hans í kappræðum í nóvember 2011. Þá eyddi hann 53 sekúndum í að reyna að muna hver þriðja af þremur stofnunum sem hann ætlaði að leggja niður væri.

Perry hefur verið ákærður fyrir valdníðslu og þvingun eftir að hann hótaði að stöðva opinbera fjármögnun til saksóknara sem rannsaka spillingu í Texas, sem hann gerði svo. Hann segir ákærurnar vera nornaveiðar og hefur margsinnis reynt að fá málinu vísað frá á grundvelli stjórnarskrár Bandaríkjanna.

Rick Perry þykir hommafælinn og hefur hann opinberlega líkt samkynhneigð við alkahólisma. Þá birti hann meðfylgjandi auglýsingu fyrir forsetakosningarnar 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×